Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Í hverjum mánuði koma ný vín til reynslusölu í Vínbúðunum í Kringlunni, Heiðrúni, Skútuvogi og Hafnarfirði. Fyrir ykkur sem hafið gaman að því að breyta til og prófa ný vín mælum við með að þið prófið þessi neðan greindu vín, en þau voru einmitt að byrja í reynslusölu Vínbúðanna í byrjun mánaðarins.

 

Cune Gran Reserva

Bragðlýsing:  Ljóskirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Kirsuber, eik, laufkrydd, lyng.

Styrkleiki: 13,5% vol

Land: Spánn

Framleiðandi: CVNE

Þrúga: Tempranillo

Verð: 3.499 kr.

Passar með: Hér er um að ræða kröftugt vín, með þéttu berjabragði og nokkuð tannískt. Passar vel með nautakjöti, villibráð, pottréttum og hörðum ostum.

 

Cune Blanco

Bragðlýsing:  Fölstrágult. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Epli, hýði, sveppir.

Styrkleiki: 13% vol

Land: Spánn

Upprunastaður: Rioja

Framleiðandi: CVNE

Þrúga: Viura

Verð: 1.999 kr.

Passar með: Meðalfyllt vín, best sem matarvín. Gott með fiskréttum, skelfiski, ljósu kjöti og pasta.

 

La Chamiza Malbec Polo Legends blár miði

Bragðlýsing:  Fjólurautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Brómber, kirsuber, laufkrydd.

Styrkleiki: 13,5% vol

Land: Argentína

Hérað: Mendoza

Upprunastaður: Mendoza

Framleiðandi: Finca La Chamiza

Verð: 2.499 kr.

Passar með: Þetta vín hentar með flestum mat. Þetta eru nokkuð bragðmikið og gott með með rauðu kjöti og ostum.

 

La Chamiza Malbec hvítur miði

Bragðlýsing:  Rúbínrautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Trönuber, bláber.

Styrkleiki: 12,5% vol

Land: Argentína

Framleiðandi: Finca La Chamiza

Þrúga: Malbec

Verð: 1.899 kr.

Passar með: Þetta vín hentar með flestum mat. Þetta eru nokkuð bragðmikið og gott með pastaréttum, pizzum, rauðu kjöti og ostum.

 

Domaine Des Malandes Petit Chablis

Bragðlýsing:  Föllímónugrænt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Vínber, melóna, pera.

Styrkleiki: 12% vol

Land: Frakkland

Framleiðandi: Domaine des Malandes

Þrúga: Chardonnay

Verð: 2.199 kr.

Passar með: Meðalfyllt vín, best sem matarvín. Gott með fiskréttum, skelfiski, ljósu kjöti og pasta.

 

Los Condes Gran Seleccion

Bragðlýsing:  Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Þroskuð kirsuber, barkarkrydd, tunna, skógarbotn.

Styrkleiki: 13,5% vol

Land: Spánn

Framleiðandi: Bodegas 1898

Þrúga: Tempranillo, Cabernet Sauvignon

Verð: 1.999 kr.

Passar með: Þetta vín hentar með flestum mat. Þetta eru nokkuð bragðmikið og gott með með rauðu kjöti og ostum.

 

Lamberti Santepietre Merlot

Bragðlýsing:  Kirsuberjarautt. Létt meðalfylling, ósætt, mild sýra, lítil tannín. Kirsuber, lyng, laufkrydd.

Styrkleiki: 12,5% vol

Land: Ítalía

Framleiðandi: Lamberti SPA

Þrúga: Merlot

Verð: 1.899 kr.

Passar með: Þetta vín hentar með flestum mat. Þetta eru nokkuð bragðmikið og gott með með rauðu kjöti og ostum.

Vínin með villibráðinni

Það er sá tími ársins sem skytturnar draga fram hólkana og reyna sitt ítrasta til að draga einhverja björg í bú. Íslendingar eru upp til hópa sólgnir í villibráð og er það lítt að undra; hér er nóg af villtri náttúru og veiðidýrin sem um ræðir bera með sér keim af ósnortnu landslagi, lyngi og öðru sem þau kunna að leggja sér til munns í heiðanna ró.

 

Hér er hreinleikinn og rekjanleiki fæðunnar með allra mesta móti, ekki fyrir aukaefnum eða einhvers konar mengun að fara og í ofanálag gefur villibráðin af sér einstaklega magurt og eftir því hollt kjöt. Íslensk villibráð þykir enda lostæti og því við hæfi að velja vel vínin með hinum villta veislumat; það er jú búið að hafa nóg fyrir því að eltast við matinn og ekki nema rétt og eðlilegt að gera úr sem veglegasta veisluna

 

Hér eru nokkur góð vín sem við mælum með Villibráðinni;

 

Adobe Reserva Pinot Noir 2.099 kr.

Ljóskirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Hindber, jarðarber, laufkrydd, skógarbotn.

 

Chateau Lamothe Vincent 2.499 kr

Dökkrúbínrautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Sólber, brómber, eik, laufkrydd, lyng.

 

Vidal Fleury Cotes du Rhone 2.499 kr.

Kirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Kirsuber, brómber, blómlegt, sveit, steinefni.

 

Hess Select Cabernet Sauvignon 2.999 kr.

Múrsteinsrautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Jarðarber, trönuber, skógarbotn.

 

Hess Select Pinot Noir 2.999 kr.

Dökkirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, mild sýra, þétt tannín. Dökk kirsuber, súkkulaði, mandarína.

 

Tenuta Meraviglia rautt 3.499 kr.

Dökkkirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Kirsuber, sólber, sveit, barkarkrydd, jurtakrydd, eik.

 

Emiliana Coyam 3.699 kr.

Dökkrúbínrautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Sólber, brómber, eik, barkarkrydd.

 

Crasto Superior Syrah 3.699 kr.

Dökkrúbínrautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Dökk kirsuber, eik, sveskja, kaffi.

 

The Hess Collection Allomi Cabernet Sauvignon 3.999 kr.

Dökkkirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þroskuð tannín. Sultuð kirsuber, sólber, súkkulaði, kókos, vanilla.

 

Muga Reserva 3.999 kr.

Dökkkirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Kirsuber, brómber, súkkulaði, appelsína, eik.

Vín með krydduðum mat

Rétt eins og það er hrein unun að hitta á góða pörun víns og matar, þá getur mikið kryddaður matur gert góðu víni óleik og hreinlega breytt því hvernig bragðlaukarnir skynja vínið. Sterk krydd draga úr sætunni og draga um leið fram tannínið í víninu svo það verður allt að því beiskt á bragðið, ekki ósvipað því þegar steinarnir úr vínberjum eru tuggðir. Það er nokkuð sem fæstum hugnast. En ef sterk krydd draga úr sætunni, hvað er þá til ráða? Jú, fyrst og fremst er að leita uppi vín vel búin sætu í munni, helst lítið eikuð og ef þau eru ávaxtarík þá spillir það ekki nema síður sé. Þessa eiginleika er mun líklegra að finna í hvítvíni en rauðvíni og þar af leiðandi eru þau hvítu jafnan betri kostur með krydduðum mat. Frönsk Pinot Gris hvítvín eru þessum kostum búin og eru með allra fjölhæfustu matvínum, einnig franskur Gerwürztraminer frá Alsace. Sauvignon Blanc vín frá Nýja Sjálandi eru einnig góður kostur í þessu sambandi. Mest er þó um vert að prófa sig áfram og þegar vín og bragð smellur saman er komin rétt sametning – því þegar allt kemur til alls hefur þú rétt fyrir þér.

 

Hvernig væri að prófa?

 

Willm Pinot Gris Reserve 2017 2.599 kr. 

 

Vinotek segir;

„Vínhúsið Willm er á vínleiðinni eða Route du vin á milli Strassborgar og Colmar í Alsace í Frakklandi, nánar tiltekið í smábænum Barr. Willm-fjölskyldan, sem þá rak veitingahús í Barr, stofnaði víngerðina 1896 og náði fljótt undraverðum árangri í útflutningi. 2017 var hið fínasta ár í vínrækt í Alsace. Eftir kaldan vetur brast á með hlýju vori og heitu, sólríku sumri og aðstæður út uppskerutímann voru hagfelldar. Þetta PInot Gris vín er auðvitað ennþá töluvert ungt, það er ekki liðið eitt og hálft ár frá því þrúgurnar voru tíndar. Ljóst á lit og þægileg, svolítið krydduð sítrusangan í nefi, sítrónubörkur, greip, sykurlegnar perur, hvít blóm. Ferskt og þægilegt í munni, örlítil sæta sem gefur ávextinum fyllingu, vínið er ekki alveg skrjáfþurrt, fín lengd. 2.599 krónur. Frábær kaup. Með austurlenskum réttum.“

 

Willm Gewurztraminer Reserve 2016 2.599 kr. 

Vinotek segir;

„Vínhúsið Willm er á vínleiðinni eða Route du vin á milli Strassborgar og Colmar í Alsace í Frakklandi, nánar tiltekið í smábænum Barr. Willm-fjölskyldan, sem þá rak veitingahús í Barr, stofnaði víngerðina 1896 og náði fljótt undraverðum árangri í útflutningi. Þetta Gewurztraminer vín hefur tæran, ljósgulan lit, þægilega angan af blómum, rósabúnt, sætum ferskjum og ástaraldinávexti, mjúkt og ferskt í munni, þægilega þurrt. 2.599 krónur. Frábær kaup. Með austurlenskum réttum, indverskum og taílenskum.“

 

Vicar‘s Choice Sauvignon Blanc 2.599 kr. 

Vinotek segir;

Sauvignon Blanc er sú þrúga sem Nýsjálendingar nota hvað mest og nýsjálenski stíllinn er einstakur. Þetta er ungt og þægilegt eintak af nýsjálenskum Sauvignon, sem sýnir mörg af hinum dæmigerðu einkennum þessara vína.Vínið er fölgult á lit, smá grænir tónar og nefið vínsins einkennist af ferskum og skörpum sítrusávexti, lime, limebörkur og greip, þroskuð melóna, ástaraldin, þægilega grösugt, ferskar kryddjurtir og svolítið míneralískt. Frábær kaup.“

 

Vicar‘s Choice pinot noir 2016 2.599 kr.  

„Nýsjálendingar hafa náð ansi hreint góðum tökum á Pinot Noir-þrúgunni og hún er fyrir löngu orðin ein helsta rauðvínsþrúga þeirra. Stíll nýsjálensku Pinot Noir-vínanna er þó nokkuð frábrugðin Búrgundarvínunum á heimaslóðum þrúgunnar, mýkri, ávöxturinn sætari og sultaðri. Ljósrautt með angan af sultuðum jarðarberjum, rifsberjum og hindberjum, mild og sæt örlítið ristaðri eikarangan, mjúkt og þykkt í munni, ferskt og milt.“

Willm Grand Cru Kirchberg de Barr Riesling 2015

Vinotek segir;

„Kirkjuhæðin við Barr eða Kirchberg de Barr er ein af Grand Cru-ekrum Alsace-héraðsins en í þann flokk falla alla bestu vínekrur héraðsins sem í gegnum aldirnar hafa sýnt fram á einstök sérkenni. Fyrir tugmilljónum ára var þetta svæði undir hafi og smátt og smátt myndaðist jarðfræðilega margslunginn jarðvegur á hafsbotninum. Þessi jarðvegur sem nú má finna í jarðlögunum í hlíðunum upp af Rín myndar kjöraðstæður til vínræktar.

Ekran Kirchberg er á hæð sem teygir sig upp frá Saint Martin-kirkjunni í bænum Barr en þar er vínhúsið Maison Willm einnig til húsa.  Þetta Riesling-vín er magnað. Gullið á lit, þykkt og feitt, steinolía og sykurlegnar sítrónur, sítrónukaka, þykkt og langt með þægilega sætum ávexti. 3.499 krónur. Frábær kaup. Magnað vín fyrir vandaða fiskrétti þess vegna með þykkum og bragðmiklum sósum.“

Í hverjum mánuði koma ný vín til reynslusölu í Vínbúðunum í Kringlunni, Heiðrúni, Skútuvogi og Hafnarfirði. Fyrir ykkur sem hafið gaman að því að breyta til og prófa ný vín mælum við með að þið prófið þessi neðan greindu vín, en þau voru einmitt að byrja í reynslusölu Vínbúðanna í byrjun mánaðarins.

 

Salvaje Syrah Roussanne

Bragðlýsing:  Dimmfjólurautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Sólber, krækiber, lyng, sveit.

Styrkleiki: 14% vol

Land: Chile

Framleiðandi: Laurent Miquel

Þrúga: Roussanne, Syrah

Verð: 2.999 kr.

Passar með: Hér er um að ræða kröftugt vín, með þéttu berjabragði og nokkuð tannískt. Passar vel með nautakjöti, villibráð, pottréttum og hörðum ostum.

 

Tenuta Meraviglia rautt

Bragðlýsing:  Dökkkirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Kirsuber, sólber, sveit, barkarkrydd, jurtakrydd, eik

Styrkleiki: 14% vol

Land: Ítalía

Hérað: Toskana

Upprunastaður: Bolgheri

Framleiðandi: Dievole

Verð: 3.499 kr.

Passar með: Hér er um að ræða kröftugt vín, með þéttu berjabragði og nokkuð tannískt. Passar vel með nautakjöti, villibráð, pottréttum og hörðum ostum.

 

Tenuta Meraviglia Vermentino

Bragðlýsing:  Fölgult. Þétt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Epli, sítrus, léttir olíutónar.

Styrkleiki: 13,5% vol

Land: Ítalía

Hérað: Toskana

Upprunastaður: Bolgheri

Framleiðandi: Dievole

Verð: 2.999 kr.

Passar með: Meðalfyllt vín, best sem matarvín. Gott með fiskréttum, skelfiski, ljósu kjöti og pasta.

 

Pagos del Galir Mencia

Bragðlýsing:  Rúbínrautt. Þétt fylling, ósætt, fersk sýra, þétt tannín. Krækiber, kirsuber, jurtakrydd, eik. Höfugt.

Styrkleiki: 14,5% vol

Land: Spánn

Framleiðandi: Virgen del Galir

Þrúga: Mencia

Verð: 2.199 kr.

Passar með: Hér er um að ræða kröftugt vín, með þéttu berjabragði og nokkuð tannískt. Passar vel með nautakjöti, villibráð, pottréttum og hörðum ostum.

 

Laurent Miquel Solas Chardonnay

Bragðlýsing:  Föllímónugrænt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Vínber, melóna, pera.

Styrkleiki: 13% vol

Land: Frakkland

Framleiðandi: Laurent Miquel

Þrúga: Chardonnay

Verð: 2.199 kr.

Passar með: Meðalfyllt vín, best sem matarvín. Gott með fiskréttum, skelfiski, ljósu kjöti og pasta.

Í hverjum mánuði koma ný vín til reynslusölu í Vínbúðunum í Kringlunni, Heiðrúni, Skútuvogi og Hafnarfirði. Fyrir ykkur sem hafið gaman að því að breyta til og prófa ný vín mælum við með að þið prófið þessi neðan greindu vín, en þau voru einmitt að byrja í reynslusölu Vínbúðanna í byrjun mánaðarins.

 

 

Pagos Del Galir Godello

Bragðlýsing:  Ljóssítrónugult. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, höfugt. Stikilsber, ferskja, græn epli, hvít blóm.

Styrkleiki: 13,5% vol

Land: Spánn

Hérað: Galisía

Framleiðandi: Virxen de Galir

Þrúga: Godello

Verð: 2.199 kr.

Passar með: Hentar vel fiski, grænmetisréttum og ljósu fuglakjöti.

 

 

Geyser Peak Cabernet Sauvignon

Bragðlýsing:  Kirsuberjarautt. Þétt fylling, ósætt, mild sýra, miðlungstannín. Sólber, skógarber, vanilla, sólbakað.

Styrkleiki: 14% vol

Land: Bandaríkin

Framleiðandi: Geyser Peak Winery

Þrúga: Cabernet Sauvignon

Verð: 2.199 kr.

Passar með: Hér er um að ræða kröftugt vín, með þéttu berjabragði og nokkuð tannískt. Passar vel með nautakjöti, villibráð, pottréttum og hörðum ostum.

 

 

Hardys Nottage Hill Cabernet Sauvignon Shiraz

Bragðlýsing:  Dökkkirsuberjarautt. Þétt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Dökk ber, jörð, minta.

Styrkleiki: 14% vol

Land: Ástralía

Framleiðandi: Thomas Hardy & Sons

Þrúga: Cabernet Sauvignon, Syrah

Verð: 2.199 kr.

Passar með: Þetta vín hentar best með flestum mat. Það er nokkuð bragðmikið og gott með rauðu kjöti og ostum.

 

 

Geyser Peak Zinfandel

Bragðlýsing:  Rúbínrautt. Meðalfylling, sætuvottur, mild sýra, lítil tannín. Sultuð plóma, brómber, vanilla.

Styrkleiki: 13,5% vol

Land: Bandaríkin

Framleiðandi: Geyser Peak Winery

Þrúga: Zinfandel

Verð: 2.199 kr.

Passar með: Þetta vín hentar best með flestum mat. Það er nokkuð bragðmikið og gott með rauðu kjöti og ostum.

Ramon Roqueta Tina 12 Macabeo-Chardonnay 2018

Vinotek segir;

„Ramon Roqueta-vínin ættu að vera lesendum síðunnar ágætlega kunnuð enda hafa rauðvínin þeirra verið í all nokkru uppáhaldi hjá okkur. Það er hins vegar ekki síður ástæða til að gefa  hvítvíninu Ramon Roqueta Tina 12 gaum.  Þetta er blanda úr tveimur þrúgum, annars vegar frönsku Búrgundarþrúgunni Chardonna og hins vegar Macabeo sem einnig er þekkt sem Viura á Spáni. Vínið er fölgult á lit, þægileg angan af límónu og þroskuðu ferskjum og ástaraldini, ferskt og þægilegt í munni, míneralískt með mildri seltu í lokin. 1.899 krónur. Frábær kaup. Sjarmerandi vín sem gefur mikið fyrir peninginn. Vín á pallinn, fordrykkinn eða með sushi.“

Laurent Miquel Albarino 2016

Vinotek segir;

„Albarino-þrúguna tengja flestir við Galisíu í norðausturhluta Spánar og norðurhluta Portúgal. Það bendir þó margt til að upphaflega hafi þessa þrúgi borist þangað frá Frakklandi með pílagrímum  frá Cluny er gengu Jakobsveginn til borgarinnar Santiago de Compostela. 2.499 krónur. Mjög góð kaup. Ferskt og þægilegt sem fordrykkur eða með léttum sjávarréttum. Sérpöntun. “

Laurent Miquel Pas de Géant 2016

„Hjónin Laurent og Neasa Miquel koma annars vegar frá Languedoc í Frakklandi (Laurent) og hins vegar Írlandi (Neasa) og nöfn nokkurra vína hússins endurspegla þetta fransk-írska samband. Pas de Geant er eitt þeirra en franska hugtakið „pas de geant“ má þýða sem „risaskref“ og vísar til Giant‘s Causeway sem er stuðlabergstangi á norðurströnd Írlands. Laurent Miquel Pas de Géant 2016 er Syrah-Grenache-blanda, dökkt, ungt og sprækt. Fjólublátt á lit og í nefi krækiber, lakkrís, svartar ólífur, vínið  kryddað, piprað, mjög þurrt. 2.399 krónur. Frábær kaup. Gefið víninu tíma til að opna sig. Vín fyrir bragðmiklan franskan mat, lamb, önd og ekki verra að hafa mikið af kryddjurtum. “

Michel Lynch Sauvignon Blanc 2017

Vinotek segir;

„Cazes-fjölskyldan hefur verið fyrirferðarmikil í Bordeaux um langt skeið. Hún á og rekur nokkur af þekktustu vínhúsum svæðisins, fyrir tveimur árum festi hún kaup á Chateau Haut-Batailley en þekktasta vínhúsið er eftir sem áður Chateau Lynch-Bages. En Cazes framleiðir einnig „venjuleg“ Bordeaux-vín og gerir það bara ansi vel í vinlínunni Michel Lynch.

Lynch-Bages var upprunlega stofnað og lengi í eigu Lynch-fjölskyldunnar en síðasti Lynch-inn sem þar var húsráðandi var einmitt Michel Lynch, sem jafnframt var borgarstjóri Pauillac á tímum frönsku byltingarinnar.

Michel Lynch Sauvignon Blanc er gert úr þrúgum frá svæðunum Graves og Entre-Deux-Mers, það er fölgult með grænum tónum, grösugt og fersk í nefi, nettlur, limebörkur og granatepli. Ferskt og hressilegt í munni.

2.299 krónur. Frábær kaup. Flottur fordrykkur eða kokteilboðavín. Með grillaðri bleikju. “