Vínó.is – fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Vínó er vínklúbbur rekin af Vínnes ehf. Vínó er fyrir þau öll sem áhuga hafa á víni, vínmenningu og víngerð, hvort heldur sem það er léttvín, sterkt vín, bjór eða kokteilar.

Reglulega mun Vínó Vínklúbbur senda á meðlimi tölvupóst með áhugaverðu efni er varðar vín. Skráðu þig í klúbbinn til að missa ekki af neinu.

Upplýsingasöfnun um vínáhuga

Af og til mun Vínó Vínklúbbur spyrja meðlimi vínklúbbsins spurningar varðandi vín og vínáhuga. Aldrei verður hægt að tengja svör niður á persónu en verða notuð til þess að geta greint betur neyslu og áhuga eftir aldri, búsetu eða öðru slíku sambærilegu. Niðurstöðurnar verða notaðar af framleiðendum og innflytjendum til að geta betur mætt þörfum neytenda.

Leikir

Reglulega mun Vínó Vínklúbbur halda leiki, bæði fyrir almenning og svo meðlimi sína.

20 ára aldurstakmark

Vínó er vínklúbbbur og fer því fram á að þau sem skrá sig hafi náð 20 ára aldri. Reynt verður eftir fremsta megni að staðreyna aldur fólks, meðal annars verður þarf að framvísa persónuskilríkjum til að sanna aldur sinn ef viðkomandi er dreginn út sem vinningshafi í leik á vegum Vínó.