Þorskur í rjómalagaðri hvítvínssveppasósu

 

Hráefni

1000 g Þorskhnakkar

2 msk smjör

250 g sveppir

2 hvítlauksrif

Lítið búnt ferskt timjan

1 msk gróft sinnep

1-2 dl hvítvín

2 ½ dl rjómi

100 g rifinn ostur

Aðferð

Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.

Setjið 1 msk af smjöri á pönnuna og steikið fiskinn mjög létt á báðum hliðum, bara rétt til að loka honum en ekki elda í gegn. Takið af pönnunni og geymið.

Skerið sveppina niður i sneiðar og steikið þá upp úr smjöri þar til mjúkir í gegn. Rífið niður hvítlaukinn og setjið út á pönnuna.

Klippið niður ferskt timjan og bætið út á ásamt grófu sinnepi, blandið öllu saman.

Bætið út á pönnuna hvítvíni og rjóma, sjóðið saman í 1-2 mín og setjið svo fiskinn út á pönnuna. Dreifið rifnum osti yfir og bakið inn í u.þ.b. 20 mín eða þar til fiskurinn er eldaður í gegn og osturinn er bráðnaður.

Vinó mælir með: Adobe Reserva Sauvignon Blanc með þessum rétt.

Uppskrift: Linda Ben