DIY kokteilbar

DIY kokteilbarir eru alltaf að verða vinsælli og vinsælli í veislum. Í flestum tilfellum er þetta ódýrari og þægilegri leið til að bjóða gestum uppá kokteil í veislunni og svo er hún líka svo skemmtileg. Hverjum þykir ekki gaman að blanda sinn eigin kokteil?

Hér er mjög skemmtileg útfærsla á DIY kokteilbar hjá Hildi Rut, þar sem boðið er uppá tvo ólíka kokteila, annars vegar Moscow Mule og Jarðarberja Mojito. Kokteil uppskriftirnar voru skrifaðar á krítartöflu sem var keypt í Ikea ásamt ramma og krítartöflutúss. Síðan voru notaðar krukkur fyrir öll hráefnin og þeim raðað fallega á borðið ásamt skurðbretti, sjússmæli og  hníf. Nú fyrir þá gesti sem vilja ekki kokteil er sniðugt að bjóða uppá uppáhalds bjórinn ykkar.

Fyrir áhugasama þá var þessi DIY kokteilbar búinn til í gullfallegum sal á Álftanesi við sjóinn. Salurinn er staðsettur í gamalli hlöðu sem hefur verið gerð upp. Við mælum með að þið skoðið hann á @hladan_alftanesi.

Moscow Mule

3 cl Russian Standard Vodka

½ límóna

Fylla upp með Engiferbjór

Klaki

Aðferð: Setjið klaka í koparbolla og kreystið límónu út í, fyllið upp með engiferbjór.

Jarðarberja Mojito

3 cl Brugal Blanco romm

nokkur fersk mintulauf

nokkur fersk jarðarber

½ límóna

2 tsk. hrásykur

Fylla upp með sódavatni

Klaki

Aðferð: Mintulauf, jarðarber og límóna skorið niður í báta, kreist og kramið saman í glas. Romm, sykri og klaka bætt út í og hrært vel saman. Fyllt upp með sódavatni eftir smekk.