Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Between the sheets

 

Uppskrift:

30ml Cointreau
25ml Mount Gay Silver romm
25 ml Rémy Martin VSOP cognac
20 ml ferskur appelsínusafi

Aðferð:

Settu öll hráefnin í kokteil hristara og bættu við ísmolum. Hristu og sigtaðu í fallegt glas.

Cointreau Miami

 

Uppskrift:

30ml Cointreau
45ml Mount Gay Silver romm
20 ml ferskur sítrónusafi

Aðferð:

Settu öll hráefnin í kokteil hristara og bættu við ísmolum. Hristu og sigtaðu í fallegt glas.

Cointreau vanillu Creme Brulee

Fyrir 4

Hráefni:

5 eggjarauður

80 g sykur

1 vanillustöng

20 cl rjómi

3 cl Cointreau

Aðferð:

 • Skerið vanillustöng í tvennt eftir endilöngu og skafið fræin innan úr henni.
 • Hellið rjóma í pott og bætið vanillufræjum og stöng og Cointreau í pottinn og hitið að suðu. Lækkið hitann þegar rjóminn er búinn að malla í um 5 mínútur.
 • Þeytið eggjarauðurnar og sykurinn saman þar til blandan verður létt og ljós.
 • Hækkið aftur hitann þegar rjóminn er búinn að malla í fimm mínútur og náið upp suðu, sigtið blönduna og hellið henni saman við eggjablönduna.
 • Hrærið vel saman og hellið í fjögur lítil form.
 • Bakið við 150° C í um klukkustund.
 • Setjið eftirréttinn inn í ísskáp yfir nótt. Mjög mikilvægt að kæla vel áður en hann er borinn fram
 • Stráið 1 teskeið af púðursykri yfir hvert form og bræðið sykurinn með því að setja undir grillið í ofninum.

Cointreau Sour

 

Uppskrift:

30ml Cointreau
20ml ferskur sítrónu safi
30ml ferskur appelsínusafi
1 eggjahvíta

Aðferð:

Settu öll hráefnin í kokteil hristara og bættu við ísmolum. Hristu og sigtaðu yfir ísmola í lágt glas. Skreyttu með appelsínuberki.

Kjúklingur með Cointreau appelsínu sósu

Fyrir 4

Hráefni:

1 pakki kjúklingalundir

1 tsk. Soja sósa

10 cl Appelsínusafi

Fyrir sósuna:

20 g sykur

5 cl balsamik edik

20 cl  + 10 cl appelsínusafi

5 cl Cointreau

80 g smjör

Smátt saxaður appelsínubörkur

Aðferð:

 • Látið kjúklingalundirnar liggja í soja sósunni og appelsínusafanum í um klukkustund. Grillið þær í ofni á 200° gráðum í 20 mínútur.
 • Leysið sykurinn upp í balsamik edikinu á vægum hita, bætið appelsínusafanum saman við og saltið og piprið eftir smekk.
 • Bætið Cointreau líkjörnum saman við og rétt áður en kjúklingurinn er borinn fram bætið smjöri út í sósuna ásamt appelsínuberkinum og hrærið vel. Það er gott að bæta smá sultu út í líka en má sleppa.
 • Hellið síðan sósunni yfir kjúklinginn og berið fram með fersku pasta og ný bökuðu brauði.

Cointreau Carotte

 

Uppskrift:

40ml Cointreau
20ml ferskur lime safi
60ml ferskur gulrótarsafi
3 basilíku lauf

Aðferð:

Kremdu niður basilíkuna í glasi, því næst setur þú öll hin hráefnin í glasið með ís og hrærir. Toppað með basilíku laufi.

Cointreau Vitamin Booster

 

Hráefni:

4 appelsínur

2 greipávöxt

75 ml appelsínusafi

75 ml vatn

75 g sykur

1 vanillustöng

8 cl Cointreau

Aðferð:

 • Skerið vanillustöng í tvennt eftir endilöngu og skafið fræin innan úr henni.
 • Hellið appelsínusafanum, vatni, sykri og vanillufræjum saman í pott og hitið að suðu.
 • Hellið blöndunni í skál og leyfið henni að kólna.
 • Bætið Cointreau saman við og kælið inn í ísskáp.
 • Afhýðið appelsínurnar og greip ávöxtinn og kælið inn í ísskáp.
 • Setjið ávöxtinn í fallegar skálar, hellið blöndunni yfir og skreytið með myntu.

Sidecar

3 cl Cointreau

5 cl Rémy Martin VSOP cognac

2 cl ferskur sítrónusafi

Settu öll hráefni + klaka í kokteilhristara og hristu vel. Taktu kokteilglas, bleyttu brún þess með sítrónusafa og leggðu í sykur. Helltu úr kokteilhristaranum í glasið.