Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Sidecar

3 cl Cointreau

5 cl Rémy Martin VSOP cognac

2 cl ferskur sítrónusafi

Settu öll hráefni + klaka í kokteilhristara og hristu vel. Taktu kokteilglas, bleyttu brún þess með sítrónusafa og leggðu í sykur. Helltu úr kokteilhristaranum í glasið.

 

Cointreau vinaigrette

 

Cointreau sítrus-vinaigrette

 

Hráefni

1 greipaldin

10 cl grapeseed olía

10 cl Cointreau

10 cl balsamikedik

Salt og Sichuan piparkorn eftir smekk

 

Aðferð

Kreistið greipaldinið í matvinnsluvél, en skiljið smá eftir af aldinkjötinu. Blandið öllum hráefnum svo saman í matvinnsluvélinni. Saltið og piprið eftir smekk. Það má nota þetta vinaigrette eftir þörfum. Mjög gott að nota útá öll salöt.

Cointreau Fizz

 

Cointreau Fizz

 

Hráefni

5 cl Cointreau

2 cl ferskur límónusafi

10 cl sódavatn

 

Aðferð

Fylltu kokteilglas af klaka. Bættu við Cointreau og límónusafa. Fylltu glasið af sódavatni og skreyttu með límónusneið.

 

Cointreau hindberjaeftirréttur

Cointreau hindberjaeftirréttur

 

Hráefni fyrir 10 manns

30 Ladyfinger kex
50 cl rjómi
60 g sykur
5 cl Cointreau
250 g hindber

 

Aðferð
Raðið kexinu á disk og látið flötu hliðina snúa niður. Þeytið rjóma og tryggið að hann sé kaldur þegar þið blandið honum saman við sykurinn og Cointreau líkjörinn. Setjið rjómablönduna ofan á hvert kex, skreytið með ferskum hindberjum og flórsykri.

Cointreau Jarðarberja eftirréttur

Hráefni fyrir fjóra

200 g jarðaberja purée

200 g jarðaber

40 g sykur

20 g mynta

320 cl vatn

5 cl Cointreau

Aðferð:

Leyfðu myntunni að liggja í heitu vatni í 20 mínútur og síaðu hana svo frá. Blandaðu öllum innihaldsefnunum svo saman í blandara. Kældu blönduna, færðu hana yfir í fallegar skálar og berðu hana fram með ferskum jarðarberjum, litlum sykurpúðum og myntu. Það er einnig mjög gott að brjóta franskar makkarónur úti.