Ferskur drykkur með freyðivíni

Hráefni

2-3 cl gin 

2 cl sykursýróp (sjóðið vatn og sykur í jöfnum hlutföllum saman þar til sykurinn hefur bráðnað – tekur enga stund!)

3 cl sítrónusafi

1 flaska Lamberti Prosecco (dugar fyrir fjögur glös)

klaki

sítróna

Aðferð

Hellið gini, sykursírópi og sítrónusafa í stórt vínglas. Fyllið glasið með klaka og hellið síðan freyðivíni í það. Hrærið varlega í glasinu. Setjið sítrónusneið í glasið og berið strax fram. Einnig hægt að skreyta með basiliku. 

Uppskrift og mynd: Linda Ben