Frosin Ananas Margarita

Fyrir 2 glös

Hráefni

100 ml Sauza Tequila Silver

60 ml Cointreau appelsínulíkjör

60 ml limesafi

80 ml ananassafi

60 ml hlynsýróp

Fullt af klökum

Flögusalt á glasbrúnina

 

Aðferð

Strjúkið limesafa á kantinn á glösunum og dýfið í flögusalt til að fá smá saltbrún.

Setjið allt annað í blandarann og bætið við klökum þar til þið fáið „slush“ áferð á drykkinn.

Hellið í glös og skreytið með sneið af lime.

Uppskrift: Gotteri.is