Cointreau Eggjapúns

Uppskrift gerir 4-6 drykki

Hráefni

4 egg
400 ml rjómi
300 ml mjólk
90 g sykur + 1 msk sykur
120 ml Cointreau líkjör 
½ tsk vanilludropar
½ tsk kanill
½ tsk múskat
Toppið með þeyttum rjóma og appelsínuberki.

Aðferð

Skiljið eggjarauðurnar frá eggjahvítunum. Geymið eggjahvítuna til hliðar.

Þeytið eggjarauður þar til blandan verður þykk og létt. Bætið sykrinum smátt saman og hrærið þangað til að blandan verður létt og ljós.

Blandið rjóma, mjólk, vanilludropum, Cointreau, kanil og múskati saman við. Kælið.

Þeytið eggjahvíturnar þar til þær verða smá flöffí. Bætið 1 msk af sykri saman við og haldið áfram að þeyta í smá stund þar til þær stífna aðeins en passið að þær verði ekki alveg stífar.

Blandið eggjahvítunum varlega saman við blönduna. Hellið í könnu og geymið inn í ísskáp.

Berið fram með þeyttum rjóma og skreytið með appelsínuberki.