Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Á sumrin breytist gjarnan neyslumynstrið okkar á vínum og með hækkandi sól og hlýnandi veðri eykst neysla gjarnan á hvítvínum, rósavínum og freyðivínum. Ástæðurnar eru sjálfsagt þær að þessi vín eru frískandi og kæld og passa líka einstaklega vel með léttari mat eins og smáréttum og léttum salötum. Ávaxtaríkari rauðvín eru líka vinsælli á sumrin enda passa þau einstaklega vel með grillmat. Við tókum saman nokkur frábær vín sem óhætt er að mæla með að þið prófið í sumar.

 

 

Adobe Reserva Sauvignon Blanc

Bragðlýsing:  Ljóslímónugrænt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Límóna, sólberjalauf, steinefni.

Styrkleiki: 12% vol

Land: Chile

Hérað: Valle De Central

Framleiðandi: Vinedos Emiliana S.A

Þrúga: Sauvignon Blanc

Verð: 2.099 kr.

Passar með: Frábært eitt og sér, með léttum grænmetisréttum, fiskréttum og skelfiski. Vínið er vottað lífrænt og vegan.

 

 

Vicars Choice Pinot Gris Riesling Gewurstraminer

Bragðlýsing:  Ljóssítrónugult. Létt meðalfylling, smásætt, fersk sýra. Ferskja, blómlegt, litsí.

Styrkleiki: 12% vol

Land: Nýja Sjáland

Hérað: Marlborough

Framleiðandi: Saint Clair Family Estate

Þrúga: Gewurztraminer, Pinot Gris, Riesling

Verð: 2.299 kr.

Passar með: Frábært vín reyktum laxi, léttum fiskréttum, pasta og kjúkling.

 

 

Lamberti Rose

Bragðlýsing:  Föllaxableikt. Sætuvottur, fíngerð freyðing, fersk sýra. Jarðarber, epli.

Styrkleiki: 11,5% vol

Land: Ítalía

Framleiðandi: Lamberti S.p.A

Verð: 1.999 kr.

Passar með: Tilvalið vín fyrir móttökur og aðra viðburði eins og brúðkaup. Frábært vín með ferskum jarðarberjum og frönskum makkarónum.

 

 

 

Flor De Crasto Douro

Bragðlýsing:  Ljóssítrónugult. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Epli, stjörnuávöxtur, sítrus, apríkósa, blómlegt.

Styrkleiki: 13% vol

Land: Portúgal

Hérað: Douro

Framleiðandi: Quinta do Crasto S.A.

Verð: 2.299 kr.

Passar með: Passar vel með fiskréttum, skelfiski, ljósu kjöti og pasta.

 

Lamberti Pinot Grigio

Bragðlýsing:  Fölsítrónugult. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Epli, pera.

Styrkleiki: 12% vol

Land: Ítalía

Upprunastaður: Venezie

Framleiðandi: Lamberti S.p.A

Verð: 1.899 kr.

Passar með: Hér er um að ræða vín sem hentar vel í móttökur og léttan pinnamat.

 

 

Falling Feather Ruby Cabernet

Bragðlýsing:  Rúbínrautt. Létt meðalfylling, smásætt, mild sýra, mild tannín. Brómber, bláber, vanilla.

Styrkleiki: 12% vol

Land: Bandaríkin

Framleiðandi: Arcus AS

Verð: 1.899 kr.

Passar með: Frábært vín með ítalskri matargerð og grilluðu kjöti.

Alfredo kjúklingapasta

Linda Ben ritar:

Hráefni

 • 400 g penne pasta
 • 4 stk ferskar Ali kjúklingabringur
 • 2 msk ólífuolía
 • 4 hvítlauksgeirar
 • 1 rauð paprika
 • 1 ½ msk hveiti
 • 350 ml vatn
 • 2 tsk kjúklingakraftur
 • 250 ml matreiðslurjómi
 • 100 g parmesan ostur
 • Salt og pipar
 • ca. 10 stk aspas
 • 1 lítill brokkolí haus
 • 1-2 dl rifinn ostur

Aðferð:

 1. Byrjað er á því að krydda kjúklingabringurnar með góðri kjúklingakryddblöndu og baka þær inn í ofni í u.þ.b. 35 mín eða þar til þær eru eldaðar í gegn.
 2. Á meðan bringurnar eru inn í ofni setjiði þá vatn í tvo potta, einn til að sjóða pastað í og annan til að sjóða aspas og brokkolí í. Bætið salti í þá báða en olíu bara í þann sem þið munið sjóða pastað í. Þegar suðan er komin upp bætiði pastanu í pottinn en aspas og brokkolíi í hinn pottinn. Sjóðið pastað samkvæmt leiðbeiningum á umbúðum en grænmetið í u.þ.b. 10 mín.
 3. Setjið olíu á pönnu, skerið hvítlauksgeirana smátt niður og bætið út á meðal heita pönnuna, Skerið papriku niður í litla bita og bætið henni líka á pönnuna. Hveitið er sett á pönnuna og blandað saman við allt, steikið hveitið í nokkrar mín til að ná mesta hveitis bragðinu úr. Bætiði því næst vatni, krafti og matreiðslurjóma út á pönnuna og hrærið saman. Rífið parmesan ostinn út á og blandið saman. Smakkið til með salt og pipar.
 4. Setjið pastað í frekar stórt eldfast mót, setjið grænmetið út á, skerið kjúklingabringurnar í bita og bætið þeim út á, hellið sósunni yfir og dreifið rifnum osti yfir. Bakið inn í ofni í u.þ.b. 15 mín eða þar til osturinn byrjar að brúnast.

 

Með þessum rétt mælir Vínó með Adobe Sauvignon Blanc