Tapas jólakrans

Uppskrift: Linda Ben

Hráefni:

Ferkst basil

Hráskinka

Grænar ólífur

Kirsuberja tómatar

Litlar mosarella kúlur

Bláber

Rósmarín

 

Aðferð:

Raðið ferska basilinu í hring.

Setjið mosarella kúllur, tómata, ólífur og ½ sneið af hráskinku á hvern pinna. Raðið pinnunum á basil hringinn.

Skreytið með bláberjum og fersku rósmarín.

Þessi tapasréttur hentar vel sem forréttur yfir hátíðarnar eða sem réttur á hlaðborð.

Það er afskaplega einfalt að útbúa kransinn, en það eina sem þarf er fallegan bakka og raða svo hráefnunum saman í hring. Smella svo nokkrum hráefnunum saman á pinna til þess að gera það auðveldara að fá sér nokkur hráefni i einu.

Vinó mælir með Adobe Reserva Cabernet Sauvignon með þessum rétt.