Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Silungur í sítrónu, hvítlauks & hvítvínssósu

Marta Rún ritar:

Hráefni

 • 2 flök af silungi
 • 2 msk ólífuolía
 • 1 tsk þurrkað timían
 • 1 tsk þurrkuð steinselja
 • 1 tsk þurrkað oregano
 • 4 hvítlauksgeirar
 • 3 msk sítrónusafi
 • 2 msk hvítvín
 • 2 msk smjör
 • 2 msk söxuð steinselja

Aðferð:

 1. Finnið til eldfastmót og setjið smjörpappír eða álpappír í botninn á forminu. Leggið silungaflökin í mótið. Hellið ólífuolíu yfir og saltið og piprið létt yfir. Blandið öllum þurrkuðu kryddunum saman í litla skál. Tímían, oregano og steinselju. Stráið síðan blöndunni yfir silungaflökin.
  Setjið í ofn á 180° í 10-15 mínútur.
 2. Finnið til lítinn pott og bræðið smjörið við lágan hita. Bætið hvítlauk, sítrónusafa og hvítvíni við og hrærið saman í nokkrar mínútur þangað til hvítlaukinn er orðin aðeins mjúkur.
  Takið af hitanum og bætið við saxaðri steinselju og hrærið.
 3. Þegar fiskurinn er tilbúin finnið þá til skeið og hellið sósunni yfir silungaflökin og setjið restina af sósunni í skál og berið fram með fisknum.
  Gott er að bera fram með kartöflum, salati og köldu hvítvíni.

 

Með þessum rétt mælir Vínó með Adobe Chardonnay 2018

Adobe Chardonnay 2018

 

Vínótek segir;

Þetta er ansi hreint heillandi vín úr Adobe línu í lífræna víngerðarhússins Emiliana í Chile. Fölgult út í grænt, í nefinu suðræn ávaxtabomba, ananas, ferskjur og sætar melónur, greipsafi. Mild vanilla, þægilegt og ferskt. Dúndurferskt úr 2018-árganginum, sem lofar mjög góðu. Ekki flókið en algjört sælgæti.

2.099 krónur. Frábær kaup. Besta Chardonnay-vínið sem við höfum smakkað í Adobe-línunni til þessa. Hálf viðbótarstjarna fyrir hlutfall verðs og gæða.

 

Share Post