Silungur í sítrónu, hvítlauks & hvítvínssósu

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

Hráefni:

  • 2 silungsflök
  • 2 msk ólífuolía
  • 1 tsk þurrkað timían
  • 1 tsk þurrkuð steinselja
  • 1 tsk þurrkað oregano
  • 4 hvítlauksgeirar
  • 3 msk sítrónusafi
  • 2 msk hvítvín
  • 2 msk smjör
  • 2 msk söxuð steinselja

Aðferð:

  1. Leggið silunginn í eldfastmót með álpappír undir og hellið olíu yfir ásamt salti og pipar.
  2. Blandið kryddjurtunum saman og stráið yfir fiskinn.
    Bakið í ofni á 180° í 15 mínútur.
  3. Bræðið smjör við lágan hita. Bætið hvítlauk, sítrónusafa og hvítvíni útí og hrærið saman þangað til hvítlaukinn er orðinn mjúkur.
    Takið pönnuna af hitanum og bætið við saxaðri steinselju.
  4. Þegar silungurinn er tilbúinn hellið hluta af sósunni yfir fiskinn.
    Berið fram með kartöflum, salati og restinni af smjörsósunni.

Vinó mælir með Adobe Reserva Chardonnay með þessum rétt.