Sumarvín

Á sumrin breytist gjarnan neyslumynstrið okkar á vínum og með hækkandi sól og hlýnandi veðri eykst neysla gjarnan á hvítvínum, rósavínum og freyðivínum. Ástæðurnar eru sjálfsagt þær að þessi vín eru frískandi og kæld og passa líka einstaklega vel með léttari mat eins og smáréttum og léttum salötum. Ávaxtaríkari rauðvín eru líka vinsælli á sumrin enda passa þau einstaklega vel með grillmat. Við tókum saman nokkur frábær vín sem óhætt er að mæla með að þið prófið í sumar.

 

 

Adobe Reserva Sauvignon Blanc

Bragðlýsing:  Ljóslímónugrænt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Límóna, sólberjalauf, steinefni.

Styrkleiki: 12% vol

Land: Chile

Hérað: Valle De Central

Framleiðandi: Vinedos Emiliana S.A

Þrúga: Sauvignon Blanc

Verð: 2.099 kr.

Passar með: Frábært eitt og sér, með léttum grænmetisréttum, fiskréttum og skelfiski. Vínið er vottað lífrænt og vegan.

 

 

Vicars Choice Pinot Gris Riesling Gewurstraminer

Bragðlýsing:  Ljóssítrónugult. Létt meðalfylling, smásætt, fersk sýra. Ferskja, blómlegt, litsí.

Styrkleiki: 12% vol

Land: Nýja Sjáland

Hérað: Marlborough

Framleiðandi: Saint Clair Family Estate

Þrúga: Gewurztraminer, Pinot Gris, Riesling

Verð: 2.299 kr.

Passar með: Frábært vín reyktum laxi, léttum fiskréttum, pasta og kjúkling.

 

 

Lamberti Rose

Bragðlýsing:  Föllaxableikt. Sætuvottur, fíngerð freyðing, fersk sýra. Jarðarber, epli.

Styrkleiki: 11,5% vol

Land: Ítalía

Framleiðandi: Lamberti S.p.A

Verð: 1.999 kr.

Passar með: Tilvalið vín fyrir móttökur og aðra viðburði eins og brúðkaup. Frábært vín með ferskum jarðarberjum og frönskum makkarónum.

 

 

 

Flor De Crasto Douro

Bragðlýsing:  Ljóssítrónugult. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Epli, stjörnuávöxtur, sítrus, apríkósa, blómlegt.

Styrkleiki: 13% vol

Land: Portúgal

Hérað: Douro

Framleiðandi: Quinta do Crasto S.A.

Verð: 2.299 kr.

Passar með: Passar vel með fiskréttum, skelfiski, ljósu kjöti og pasta.

 

Lamberti Pinot Grigio

Bragðlýsing:  Fölsítrónugult. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Epli, pera.

Styrkleiki: 12% vol

Land: Ítalía

Upprunastaður: Venezie

Framleiðandi: Lamberti S.p.A

Verð: 1.899 kr.

Passar með: Hér er um að ræða vín sem hentar vel í móttökur og léttan pinnamat.

 

 

Falling Feather Ruby Cabernet

Bragðlýsing:  Rúbínrautt. Létt meðalfylling, smásætt, mild sýra, mild tannín. Brómber, bláber, vanilla.

Styrkleiki: 12% vol

Land: Bandaríkin

Framleiðandi: Arcus AS

Verð: 1.899 kr.

Passar með: Frábært vín með ítalskri matargerð og grilluðu kjöti.