Kassavín eða vín í flösku?

Nú þegar ein stærsta ferðahelgi landsins er framundan og ferðafiðringurinn eflaust farin að gera vart við sig er ekki úr vegi að glugga í nokkur góð ráð sem nýst geta ferðalöngum um helgina.

 

Kassavín eða vín í flösku?

Kassavínssala eykst gjarnan á sumrin og þykir mörgum þetta þægilegar umbúðir til að ferðast með, meðfærilegar, brotna ekki og henta því vel í skottinu á leið upp í sumarbústað eða í útileiguna.

 

Umhverfisvænn valkostur

Kassavín er líka umhverfisvænni valkostur en flöskur, en 3 lítra kassavín jafngildir 4 flöskum (gler) af víni. Það er einnig hægt að fjarlægja kassann og taka bara vínbelginn með sér í ferðalagið, léttari ferðamáti, minni mengun og auðveldara að kæla vínbelginn í næsta vatni eða á ef enginn ísskápur eða kælir er til umráða.

 

Sömu gæði, minna verð

Kassavín eru að alla jafna ódýrari valkostur þegar horft er á lítraverðið og borið er saman við sama vín í flösku. Margir halda að það sé vegna minni gæða en svo er ekki þegar um sama vín er að ræða. Verðmunurinn liggur í dýrari framleiðsluferli við átöppun á flösku, dýrara og þyngra efni, gler, korkur og fleira.

 

Helst ferskara lengur

Kassavín geymast líka lengur eftir opnun, ca 4 vikur, á meðan rauðvínsflaska helst fersk í ca 5 daga eftir opnun. Kassavín eru líka gjarnan létt og ávaxtarík og þola því betur að kólna, sem hentar vel íslensku sumri.

 

 

Kæling og geymsla á víni

Á heitum sumardögum, sem vonandi verða nú nokkrir um verslunarmannahelgina, vilja flestir vínið vel kalt og sé maður staddur fjarri ísskáp eða rafmagnskæli eru góð ráð dýr. Margir ferðast með kælibox sem halda vel köldu og eru þau fín. En ef slíkt kælibox er ekki fyrir hendi er næsta á eða vatn of sniðugur staður til að kæla. Hægt er að hlaða steinum og búa til smá lón eða hafa það sem verið er að kæla í poka til að eiga ekki í hættu að það fljóti burt.

Mikilvægt að geyma vín alltaf í skugga, í sem minnstum hita (ekki geyma vín lengi í heitum bíl) og forðast sólarljós, annars áttu í hættu að skemma vínið. Geymsla í of miklum hita í langan tíma getur eyðilagt vínið, vínið verður súrt og nánast ódrekkanlegt.


 

Hvernig væri að prófa?

 

Adobe Chardonnay

Upprunastaður: Síle

Styrkleiki: 12,5%

Eining: 3L

Þrúga: Chardonnay

Verð: 6.499 kr (1.624 kr pr. flaska)

Lýsing: Ljóslímónugrænt. Létt meðalfylling, ósætt, mild sýra. Límóna, epli, steinefni.

Passar vel með: Sushi, sjávarréttum, kjúkling & grænmetisréttum.

Vínið er vottað lífrænt og vegan.

 

 

Adobe Cabernet Sauvignon Syrah Carmenere

Upprunastaður: Síle

Styrkleiki: 13,5%

Eining: 3L

Þrúga: Cabernet Sauvignon 50%, Syrah 35%, Carmenere 15%

Verð: 6.999 kr (1.749 kr pr. flaska)

Lýsing: Kirsuberjarautt. Meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Sultuð kirsuber, lyng, jörð.

Passar vel með: pasta, kjúkling, grilluðu kjöti og smárréttum (tapas).

Vínið er vottað lífrænt.

Falling Feather Ruby Cabernet

8225# Arcus Wine Brands Produktnavn: Falling Feather Eget_varenr: 203571 Epost: Holm, Janne (Janne.Holm@arcus.no)

Upprunastaður: Kalifornía

Styrkleiki: 12%

Eining: 3L

Þrúga: Ruby Cabernet

Verð: 6.699 kr (1.674 kr. flaska)

Lýsing: Rúbínrautt. Létt fylling, smásætt, fersk sýra, miðlungstannín. Brómber, kirsuber, lyng.

Passar vel með: Grilluðu kjöti, pizzu, smárréttum (tapas) og reyktu kjöti.