Lamberti Rose Extra Dry Vino Spumante Vinotek segir; Lamberti-vínin eru frá Veneto á Norður-Ítalíu og freyðivínið Rosé Extra Dry er gert úr þriggja þrúgna blöndu þar sem þrúgurnar Pinot Bianco, Pinot Nero og Raboso eru notaðar í nokkuð jöfnum hlutföllum. Vínið er laxableikt og ilmi þess eru

Alphart Rotgipfler von Berg 2014 Vinotek segir; Thermenregion er eitt elsta víngerðarsvæði Austurríkis. Það teygir sig frá útjaðri Vínarborgar og suður á bóginn og þarna hafa verið ræktuð vín frá því á tímum Rómarveldis. Þetta er líka eitt heitasta víngerðarsvæði Austurríkis í margvíslegum skilningi. Vínhús Alphart-fjölskyldunnar er

Emiliana Coyam 2014 Vinotek segir; Coyam er eitt af lífrænt ræktuðu vínunum frá Emiliana í Chile, spennandi blanda úr þrúgunum Syrah, Carmenere, Merlot, Cabernet Sauvignon, Mourvédre og Petit Verdot. Þetta er all sérstök blanda og má segja að þarna komi saman þær þrúgur sem oft mynda blöndur

Camino Dominio Romano 2015 Vinotek segir; Dominio Romano er lítið vínhús í Ribera del Duero sem Cusine-fjölskyldan hefur verið að byggja upp á undanförnum árum. Sú ágæta fjölskylda er þekktust fyrir hið frábæra fjölskylduvínhús Pares Balta í Penedes suður af Barcelona sem er með allra bestu vínhúsum

Melini Riserva Chianti 2013 Víngarðurinn segir; Til upprifjunar þá var hér til umfjöllunar Governo All’uso-vínið 2013 frá Melini í fyrra (****) og þessi meira hefðbundni Chianti Riserva er ekki langt undan þótt ég verði að viðurkenna að mér finnst hitt vínið aðeins betra og Governo-stíllinn fara betur

Laurent Miquel Solas Chardonnay 2015 Víngarðurinn segir; Rétt einsog að hið rauða L’Artisan frá Laurent Miquel hefur Chardonnay-vínið sem gekk undir því nafni fengið nýtt útlit og nýtt nafn og kallast nú Solas. Innihaldið hefur samt ekki breyst neitt að ráði og er einsog áður vel gert

Parés Baltà Blanc de Pacs 2016 Víngarðurinn segir; Blanc de Pacs frá vinum mínum í víngerðinni Parés Baltà hefur fengið nokkuð reglulegar smakkanir hjá Víngarðinum í gegnum tíðina (og reyndar mörgumsinnum áður en Víngarðurinn var opnaður almenningi) og hversu mjög sem mér þykir vænt um Joan Cusiné

Roquette & Cazes Douro 2014 Víngarðurinn segir; Að þessu ljómandi góða portúgalska rauðvíni standa tvær vel kunnar fjölskyldur (rétt einsog nafnið gefur til kynna): Roquette-fjölskyldan sem á og rekur hið kunna vínhús Quinta do Crasto og Cazes-fjölskyldan sem haldið hefur um stjórnina á Chateau Lynch-Bages í Bordeaux

Cune Monopole Víngarðurinn segir; Hvít Rioja-vín eru auðvitað ekki eins þekkt og þau rauðu þótt menn hafi gert jöfnum höndum rauð-, hvít- og rósavín á þessum slóðum í margar aldir. Það má þó segja að upplagi henti Rioja betur til að gera rauðvín en þarna hafa þó