Henri Bourgeois Sancerre Les Baronnes Rouge 2014

Vinotek segir;

Franska þorpið Sancerre er eitt af þekktustu örnefnum vínheimsins og óvíða nær Sauvignon Blanc-þrúgan jafnmiklum hæðum og þar. Í Sancerre eru hins vegar einnig ræktuð rauðvín (og rósavín) og þá úr þrúgunni Pinot Noir. Þótt þetta sé sama þrúga og hjá nágrönnunum í Búrgund rétt fyrir austan þá eru stíll Sancerre-vínanna nokkuð ólíkur. Þrúgurnar í þessu víni eru ræktaðar í kalksteinsríkum jarðvegi, Dökkrauð og sæt kirsuber í nefinu í bland við hindber, ávöxturinn blandast saman við milda eikartóna, vínið ágætlega þétt, svolítið míneralískt, ferskt. Þetta er vín sem hefur kjörhitastig í kringu 16-18 gráður og er fínt með ljósu kjöti eða ostum, ekki síst geitaostum líkt og algengt er á heimaslóðum þess.

3.999 krónur. Rauð Sancerre-vín eru sjaldséð og þetta er virkilega fínt eintak

Share Post