Lamberti Rose Extra Dry Vino Spumante

Vinotek segir;

Lamberti-vínin eru frá Veneto á Norður-Ítalíu og freyðivínið Rosé Extra Dry er gert úr þriggja þrúgna blöndu þar sem þrúgurnar Pinot Bianco, Pinot Nero og Raboso eru notaðar í nokkuð jöfnum hlutföllum. Vínið er laxableikt og ilmi þess eru rauð ber áberandi, jarðarber, hindber, rifs í bland við blómaangan, rósir. Það freyðir með mildum og þægilegum hætti, vínið sjálft létt og milt, þokkalega þurrt.

1.999 krónur. Mjög góð kaup. Fínasta sumarfreyðivín. Drekkist ískalt.

Share Post