Alphart Rotgipfler von Berg 2014

Vinotek segir;

Thermenregion er eitt elsta víngerðarsvæði Austurríkis. Það teygir sig frá útjaðri Vínarborgar og suður á bóginn og þarna hafa verið ræktuð vín frá því á tímum Rómarveldis. Þetta er líka eitt heitasta víngerðarsvæði Austurríkis í margvíslegum skilningi. Vínhús Alphart-fjölskyldunnar er með þeim bestu á svæðinu og var á sínum tíma valið vínhús ársins af austurríska víntímaritinu Falstaff.

Alphart-fjölskyldan er ekki síst þekkt fyrir að nota hinar gömlu hefðbundnu hvítvínsþrúgur svæðisins, Rotgipfler og Neuburger. Vínið er fölgult á lit, fersk angan af gulum eplum, þroskuðum perum og mangóávexti, það er þétt með unaðslegri og ferskri sýru.

2.799 krónur. Frábær kaup, elegant og fínt vín. Með hvítum fisk, ekki verra ef sítróna kemur við sögu

Share Post