Spænskur þorskréttur

Uppskrift: Marta Rún Ársælsdóttir

Hráefni:

  • 1 Rauðlaukur
  • 3 Hvítlauksgeirar
  • 2 Pakkar kirsuberjatómatar eða um 750g
  • Þorskhnakkar skornir í jafna 6 bita
  • 6 Hráskinkusneiðar
  • Grænar ólífur eftir smekk
  • Steinselja
  • Ólífuolía
  • Salt & pipar

Aðferð:

Hitið ofninn í 200°.

Skerið rauðlaukinn og hvítlaukinn í þunnar sneiðar og tómatana til helminga og setið í eldfast mót ásamt grænum ólífum, 4 msk af olífu olíu, salti og pipar.
Bakið í ofni í 15 mínútur.

Vefjið parmaskinku utan um fiskinn og leggið hann ofan á grænmetið og bakið í aðrar 15 mínútur eða þar til parmaskinkan orðin vel stökk.
Stráið steinselju yfir og berið fram með góðu brauði.

Vinó mælir með Pares Balta Blanc de Pacs með þessum rétt.