Taco ídýfa

Hráefni

350 g Philadelphia rjómaostur við stofuhita

4 msk. salsasósa

400 g nautahakk

½ bréf tacokrydd

Romaine salat

Rifinn ostur

Piccolo tómatar

1 x avókadó

Kóríander

Rauðlaukur

Nachosflögur

Aðferð

Pískið rjómaost og salsasósu saman og smyrjið í botninn á eldföstu móti/skál/öðru með smá uppháum köntum. Geymið í kæli á meðan annað er undirbúið.

Steikið hakkið og kryddið, kælið það niður og setjið yfir rjómaostablönduna.

Skerið niður grænmetið og setjið það yfir hakkið ásamt ostinum.

Njótið með nachos flögum.

Við mælum með Stella Artois með þessum frábæra rétt.

Uppskrift: Gotteri.is