Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Bellini kokteilbar er falleg og auðveld leið til að poppa upp á hvaða veislu sem er.

 

 

Hráefni:

1 poki frosið mangó

1 poki frosinn jarðarber

1 poki frosinn ananas

1 poki frosinn brómber

4 tsk agave sýróp (1 tsk í hverja könnu)

5 bollar vatn (skipt jafnt í hverja könnu)

Freyðivín eða sódavatn (Sódavatn er frábær hugmynd fyrir þá sem vilja hafa drykkina óáfenga)

 

 

Aðferð:

Skelltu 1 poka af frosnum ávöxtum, 1 tsk af agave sýrópi og 1 ½ bolla af vatni í blandara og blandaðu vel saman. Helltu blöndunni í könnu og settu hana til hliðar.

Endurtaktu skref eitt fyrir hvern ávaxta-poka fyrir sig.

Til að búa til Bellini kokteil, helltu ávaxtablöndu af eigin vali í botninn á freyðivínsglasinu, ca ¼ af glasinu og fylltu svo upp með freyðivíni eða sódavatni.

Njótið!

 

 

 

 

Vinó mælir með;

Emiliana Brut Organic

 

Lífrænt ræktað freyðivín, ósætt, létt freyðing, sýruríkt. Límóna, sítróna, ananas og grænjaxlar.

Vinotek segir;

Vínhúsið Emiliana í Chile er einn helsti ræktandi lífrænna vína og freyðivínið Brut Organic mun vera fyrsta freyðivínið frá Chile sem gert er úr lífrænt ræktuðum þrúgum. Þær koma frá Casablanca-héraðinu og notaðar eru Pinot Noir og Chardonnay líkt og í klassískum kampavínum og stuðst við Charmat-aðferðina í kolsýrugerjuninni. Ljóst og fallegt á lit, freyðir þétt og fallega, angan fersk, græn og gul epli, einnig vottur af suðrænni ávöxtum, milt, létt, þurrt og þægilegt. 2.199 krónur. Mjög góð kaup, fínasta freyðivín fyrir verð. Sem fordrykkur eða veisludrykkur.

 

 

 

Ostabakki fyrir tvo

Hráefni:
Heimagerðar marcona möndlur:
1 bolli möndlur
1 msk ólífu-olía
Salt eftir smekk

 

Restin af ostabakkanum:
50 g blár mygluostur eða 50 g hvítmygluostur allt eftir smekk
50 g harður Cheddar-ostur, skorinn í sneiðar
50 g Manchego-ostur, skorinn í sneiðar
50 g hráskinska
1 stk vínberja-klasi (rauð)
½ bolli grænar olívur í olíu
handfylli af upphálds kexinu þínu

 

Aðferð:

Til að útbúa marcona möndlur:
1. Hitið ofninn í 180 gráður. Leggið bökunarpappír í ofnskúffuna.
2. Sjóðið smá vatn í potti á miklum hita. Setjið helminginn af möndlunum útí og látið þær
liggja í vatninu í 30 sek. Takið möndlurnar uppúr og látið þær kólna. Endurtakið með
restina af möndlunum.
3. Notið fingurnar til að taka húðina varlega af möndlunum. Þerrið þær svo með
viskustykki.
4. Raðið möndlunum á bökunarplötuna og hellið olíunni og saltinu yfir.
5. Bakið möndlurnar í 5-7 mínútur á hvorri hlið fyrir sig.
6. Möndlurnar eru tilbúnar þegar þær eru ljós gullbrúnar á lit. Leyfðu þeim að kólna
aðeins.
7. Möndlurnar geymast í 4 vikur.

 


Til að útbúa ostabakkann:
1. Raðið ostunum fyrst á bakkann. Setjið svo vínber, kex og ólífur næst. Í lokin skaltu
fylla inn á milli með möndlum og hráskinku.

 

 

Með ostabakkanum mælum við með frönsku Bordeaux vínunum frá Chateau Lynch Bages.

Hvítvínið frá þeim parast sérstaklega vel með hörðu ostunum og þá sérstaklega Manchego ostinum á meðan rauðvínið parast æðislega með mjúku og þroskuðu ostunum.
Njótið!

 

Michel Lynch Sauvignon Blanc

 

Fölgrænt. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Stikilsber, græn epli.
Sjá víndóm hér

 

Michel Lynch Reserve Medoc

 

Fallega kirsuberjarautt á lit. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungs tannín. Sólber,
skógarber og eik.
Sjá víndóm hér

Geyser Peak Zinfandel 2015

Víngarðurinn Vín og fleira segir:

Kannski er Zinfandel eina þrúgan sem Bandarískir víngerðarmenn geta eignað sér með einhverju ráði, jafnvel þótt hún sé ættuð frá Balkanskaganum og Suður-Ítalíu. Hún hefur nefnilega náð bæði útbreiðslu og vinsældum í Kaliforníu og þótt mikið sé auðvitað gert af verulega hversdagslegum vínum úr henni þar, þá eru inn á milli perlur (td Dry Creek og Louis Martini) sem sýna ágætlega þá möguleika sem hún býr yfir. Þetta vín hefur meðaldjúpan, plómurauðan lit og meðalopna angan sem er sæt og krydduð. Þar má greina plómur, kirsuberjasultu, kanil, bláberjaböku, vanillu og lakkrískonfekt. Það er meðalbragðmikið í munni með ágæta sýru og mjúk tannín. Ávöxturinn er býsna sætkenndur og þarna eru plómur, kirsuber, lakkrís, kanill og krydd. Það er svolítið stutt eftir miðjuna, sem dregur niður annars ágætt vín en það er þó best með einhverjum bragðmeiri hversdagsmat og þar sem krydd og tómatar koma við sögu.Verð kr. 2.199.- Góð kaup.

Adobe Cabernet Syrah Carmenere

Vinotek segir;

Rauða kassavínið frá Adobe er framleitt úr lífrænt ræktuðum þrúgum, blanda úr Cabernet Sauvignon, Syrah og Carmenere. Þetta er með betri kassavínum sem hafa rekið á fjörur okkar lengi, safaríkur og fínn svarrauður ávöxtur, kirsuber, sólber, þægileg ávaxtasæta án þess að vera væmið, helst þurrt, bragðið tært og hreint og ávöxturinn ferskur. Fínt að bera vínið fram örlítið svalt, við sextán gráður eða svo. 1.747 krónur. Mjög góð kaup. Með kjúklingaréttum og pasta.

 

Lífræna vínhúsið Parés Baltá hefur náð frábærum árangri með konur í broddi fylkingar en þær stöllur Maria og Marta fara fyrir víngerðinni og er óhætt að segja að þær framleiða nokkur af bestu vínum Katalóníu.  Starfsemi vínhússins leggur ríka áherslu á náttúrulega framleiðslu og innanhúss ríkir ástríða fyrir hinu nátttúrulega.  Ástríðan fyrir hinu náttúrulega felur í sér sérstök gildi og sérstaka starfshætti og eru til að mynda engin kemísk efni notuð á vínekrunum og er vínviðurinn ræktaður á sama náttúrulega og heilbrigða hátt og þau rækta grænmetið sitt til matar.  Vín vikunnar er að þessu sinni Pares Balta Blanc De Pacs en Pacs er lítið þorp í Pénedes í Katalóníu, suður af Barcelona. Blanc De Pacs er lífrænt ræktað hvítvín úr þrúgunum Parellada, Xarello og Macabeo.  Sömu þrúgum og eru notaðar í Cava- freyðivínin frá sama svæði.

 

Pares Balta Blanc De Pacs

3,5star

 

Passar vel með: fiskur, kjúklingur, grænmetisréttir og aðrir smárréttir.
Lýsing: Ljóssítrónugult. Létt fylling, ósætt, fersk sýra. Sítrus, apríkósa, apríkósusteinn.

Vinotek segir;

Pacs er lítið þorp í Katalóníu nánar tiltekið í Pénedes, suður af Barcelona. Þetta er samt varla þorp, meira húsaþyrping.  Þarna í grennd er að finna flest þekktustu vínhús Pénedes og í Pacs býr Cusine-fjölskyldan sem rekur hið lífræna vínhús Pares Balta og framleiðir nokkur af bestu vínum Katalóníu.  Blanc de Pacs er lífrænt ræktað vín líkt og önnur frá Pares Balta, þetta er hvítvín úr þrúgunum Parellada, Macabeo (sem líka er þekkt undir nafninu Viura) og Xarello en það eru jafnframt þær þrúgur sem alla jafna eru notaðar í Cava-freyðivínin, sem einmitt koma frá þessu svæði.  Ljóst og fölt á lit, arómatísk angan, blóm, þurrkaðir ávextir, áberandi þroskuð gul epli og perur, létt, milt og þægilegt.
1999 krónur. Góð kaup.

 

 

Vinó náði tali af Joan Cusine hjá Parés Baltá fyrr á árinu sem má finna hér.

Spicy Margarita

 

 

Hráefni:
 6 cl Sauza Tequila
 6 cl grapesafi (ferskt grape)
 2 cl lime safi (ferskt lime)
 1 msk agave syróp (má nota hunang líka)
 1-2 sneiðar af jalapeno fer eftir því hversu sterkan þú vilt hafa drykkinn
 Grape sneið og jalapenjo til skrauts

 

Chilli Salt:
 1 msk chilli duft
 1 msk salt
 2 tsk sykur

 

 

 

 

 

 

Aðferð:

1. Kælið glasið með klökum á meðan drykkurinn er hristur.

2. Setjið salt blönduna í undirskál, vætið brúnina á glasinu með lime og dýfið glasinu ofan í saltið.

3. Blandið tequila, grape- og lime safanum saman með klaka í hristara, ásamt sýrópinu og hristið vel
og hellið svo drykknum í glasið.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Heimsins besta Guacamole

 

 

Hráefni:
2 þroskuð avokadó
½ bolli rauð paprika (smátt skorin) – má sleppa og nota kirsuberjatómata í staðinn
¼ bolli rauðlaukur (smátt skorinn)
1 jalapeño, fræhreinsað og fínhakkað
1 hvítlauksrif
2 msk ferskt skorið kóriander
Safi úr heilu lime
½ tsk cumin
Salt og pipar

 

Aðferð:
1. Stappið avokadóið með gaffli í skál.
2. Blandið svo öllum hráefnum saman við avokadóið.

 

Emiliana Brut Organic

 

Vinotek segir;

Vínhúsið Emiliana í Chile er einn helsti ræktandi lífrænna vína og freyðivínið Brut Organic mun vera fyrsta freyðivínið frá Chile sem gert er úr lífrænt ræktuðum þrúgum. Þær koma frá Casablanca-héraðinu og notaðar eru Pinot Noir og Chardonnay líkt og í klassískum kampavínum og stuðst við Charmat-aðferðina í kolsýrugerjuninni. Ljóst og fallegt á lit, freyðir þétt og fallega, angan fersk, græn og gul epli, einnig vottur af suðrænni ávöxtum, milt, létt, þurrt og þægilegt. 2.199 krónur. Mjög góð kaup, fínasta freyðivín fyrir verð. Sem fordrykkur eða veisludrykkur.

 

Cune Imperial Reserva 2012

5star

Imperial Reserva

Vinotek segir;

Það er rétt tæp öld frá því að vínhúsið Cune setti fyrsta Imperial-vínið á markað en nafnið má rekja til þess að flöskustærðin sem vínið var tappað á fyrir Bretlandsmarkað var af stærðinni „Imperial Pint“. Imperial hefur alla tíð síðan verið eitt af helstu vínum Rioja og það viðmið sem önnur vínhús horfa gjarnan til.  Imperial-vínin koma af 28 hektara ekrum Cune á svæðinu Rioja Alta og þess má geta að Gran Reserva 2004 af Imperial var valið vín ársins af timaritinu Wine Spectator árið 2013.

 

2012-árgangurinn af Imperial Reserva stendur algjörlega fyrir sínu, vínið hefur enn ungt yfirbragð, mjög dökkt á lit, svartur ávöxturinn kröftugur og ágengur, krækiber í nefi, sólber, ávöxturinn allt að því þurrkaður, kyrddað með vanillu, vott af lakkrís og mokkakafffi. Í munni öflugt, tannín kröftug og mikil, langt og þykkt. Vín sem þolir geymslu vel, undantekningarlaust mælt með því að umhella víninu.

3.999 krónur.  Frábær kaup, magnað vín, með nautakjöti og villibráð.

Flestir sem þekkja til franskra vína vita að mörg rómuðustu hvítvín veraldar koma frá Chablis í Frakklandi.  En þaðan koma hvítvín með alveg sérstakan karakter, reyndar einstakan á heimsvísu.  Vínin eru öll úr Chardonnay þrúgunni en vegna staðbundinna aðstæðna búa þau yfir eiginleikum sem önnur hvítvín hafa ekki.  Chardonnay er mjög móttækileg þrúga fyrir staðbundnum áhrifum og karakterinn sem býr í svæðisáhrifum (terroir) Chablis skilar sér með afgerandi hætti í vínin sem þaðan koma.  Nánar um Chablis og leyndardóma jarðvegsins má lesa um hér.

 

Domaine de Malandes er meðalstórt vínhús í Chablis undir stjórn kvenskörungsins Lyne Marchive. En hún hefur rekið víngarðinn sinn allt frá árinu 1972. Lyne er mörgum íslendingum kunngóð enda haldið fjölmargar vínkynningar hér á landi í gegnum tíðina. Vínin hennar eru mjög einkennandi fyrir svæðið, míneralísk, fínleg og elegant í uppbyggingu.

 

Vín vikunnar er að þessu sinni Malandes Petit Chablis en Petit Chablis eru vín úr þrúgum af ytri ekrum héraðsins sem eru jafnframt ódýrari en Chablis og að maður tali nú ekki um Premier Cru og Grand Cru vínin. Frá húsum eins og Malandes eru þetta hins vegar afbragðs vín.

 

Petit Chablis 2013

4star

Domaine de Malandes Petit Chablis 2013 – 4 stjörnur

 

Passar vel með: Skelfiskur, fiskur, kjúklingur og ostar.

Lýsing: Fölgrænt. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Sítrus, epli, steinefni.

Vinotek segir;

Fölgult og ljóst á lit, tær og skörp angan, sítrusmikil og fersk, sætar ferskjur. Skarpt, fókuserað með góðri, ferskri sýru og seltu í lokin. Mjög góð kaup.