Cune Imperial Reserva 2012

5star

Imperial Reserva

Vinotek segir;

Það er rétt tæp öld frá því að vínhúsið Cune setti fyrsta Imperial-vínið á markað en nafnið má rekja til þess að flöskustærðin sem vínið var tappað á fyrir Bretlandsmarkað var af stærðinni „Imperial Pint“. Imperial hefur alla tíð síðan verið eitt af helstu vínum Rioja og það viðmið sem önnur vínhús horfa gjarnan til.  Imperial-vínin koma af 28 hektara ekrum Cune á svæðinu Rioja Alta og þess má geta að Gran Reserva 2004 af Imperial var valið vín ársins af timaritinu Wine Spectator árið 2013.

 

2012-árgangurinn af Imperial Reserva stendur algjörlega fyrir sínu, vínið hefur enn ungt yfirbragð, mjög dökkt á lit, svartur ávöxturinn kröftugur og ágengur, krækiber í nefi, sólber, ávöxturinn allt að því þurrkaður, kyrddað með vanillu, vott af lakkrís og mokkakafffi. Í munni öflugt, tannín kröftug og mikil, langt og þykkt. Vín sem þolir geymslu vel, undantekningarlaust mælt með því að umhella víninu.

3.999 krónur.  Frábær kaup, magnað vín, með nautakjöti og villibráð.

Share Post