Adobe Cabernet Syrah Carmenere

Vinotek segir;

Rauða kassavínið frá Adobe er framleitt úr lífrænt ræktuðum þrúgum, blanda úr Cabernet Sauvignon, Syrah og Carmenere. Þetta er með betri kassavínum sem hafa rekið á fjörur okkar lengi, safaríkur og fínn svarrauður ávöxtur, kirsuber, sólber, þægileg ávaxtasæta án þess að vera væmið, helst þurrt, bragðið tært og hreint og ávöxturinn ferskur. Fínt að bera vínið fram örlítið svalt, við sextán gráður eða svo. 1.747 krónur. Mjög góð kaup. Með kjúklingaréttum og pasta.

 

Share Post