Ostabakki

Hráefni:
Heimagerðar marcona möndlur:
1 bolli möndlur
1 msk ólífu-olía
Salt eftir smekk

Restin af ostabakkanum:
50 g blár mygluostur eða 50 g hvítmygluostur allt eftir smekk
50 g harður Cheddar-ostur, skorinn í sneiðar
50 g Manchego-ostur, skorinn í sneiðar
50 g hráskinska
1 stk vínberja-klasi (rauð)
½ bolli grænar olívur í olíu
handfylli af upphálds kexinu þínu

Aðferð:

Til að útbúa marcona möndlur:
1. Hitið ofninn í 180 gráður. Leggið bökunarpappír í ofnskúffuna.
2. Sjóðið smá vatn í potti á miklum hita. Setjið helminginn af möndlunum útí og látið þær
liggja í vatninu í 30 sek. Takið möndlurnar uppúr og látið þær kólna. Endurtakið með
restina af möndlunum.
3. Notið fingurnar til að taka húðina varlega af möndlunum. Þerrið þær svo með
viskustykki.
4. Raðið möndlunum á bökunarplötuna og hellið olíunni og saltinu yfir.
5. Bakið möndlurnar í 5-7 mínútur á hvorri hlið fyrir sig.
6. Möndlurnar eru tilbúnar þegar þær eru ljós gullbrúnar á lit. Leyfðu þeim að kólna
aðeins.
7. Möndlurnar geymast í 4 vikur.


Til að útbúa ostabakkann:
1. Raðið ostunum fyrst á bakkann. Setjið svo vínber, kex og ólífur næst. Í lokin skaltu
fylla inn á milli með möndlum og hráskinku.

 

Með ostabakkanum mælum við með frönsku Bordeaux vínunum frá Chateau Lynch Bages.

Hvítvínið frá þeim parast sérstaklega vel með hörðu ostunum og þá sérstaklega Manchego ostinum á meðan rauðvínið parast æðislega með mjúku og þroskuðu ostunum.
Njótið!

Michel Lynch Sauvignon Blanc

 

Fölgrænt. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra. Stikilsber, græn epli.
Sjá víndóm hér

 

Michel Lynch Reserve Medoc

 

Fallega kirsuberjarautt á lit. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungs tannín. Sólber,
skógarber og eik.
Sjá víndóm hér