Trönuberja Gin

Hráefni

60 ml Roku gin

1,3 dl trönuberjasafi

2 ml sykursíróp

Nokkrir dropar angostura bitter

Rosmarín stilkur

Appelsínu sneið

Klakar

Skreyta með trönuberjum eða rifsberjum

Aðferð

Hellið gini, trönuberjasafa, sykursírópi og bitter í fallegt glas og hrærið saman.

Fyllið glasið af klökum og setjið rósmarín stilk og appelsínusneið. Skreytið með trönuberjum og njótið.

Sykursíróp

Blandið saman 200 ml af vatni og 200 g af sykri í pott.

Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.

Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.

Uppskrift: Hildur Rut