Vín með kalkún

Kalkúnn hefur ljóst og magurt kjöt með frekar hlutlausu bragði og sómir hann sér vel með bæði rauðvíni og hvítvíni. Fyllingar eru mismunandi, bragðmiklar eða með ávöxtum og svo er sósurnar einnig fjölbreyttar. Svo það má segja að meðlætið ræður oftar ferðinni þegar kemur að því að velja rétta vínið frekar en fuglinn sjálfur. Margir kjósa rauðvín umfram hvítvín en eigin smekkur vegur þó þyngst, því það sem manni finnst gott fellur óhjákvæmilega í góðan jarðveg. Hérna eru nokkur vín sem við tókum saman fyrir ykkur sem eiga það öll sameiginlegt að parast vel með kalkúnakjöti.

Hér eru nokkur góð vín sem við mælum með kalkúninum;

Francois d’Allaines Bourgogne Pinot Noir

Vín úr Pinot Noir þrúgunni eru oft ansi hrein góð pörun við kalkúninn. Það má því alveg láta eftir sér að velja til dæmis góðan Búrgundara. Hérna er á ferðinni létt og ljóst vín með angan af rauðum berjum, kirsuber, hindber og lyngi. Mildur ávöxtur í munni, fersk sýra og mjúk tannín

Vicar‘s Choice Pinot Noir

Nýja heims-pinot kemur líka vel til greina. Stíll nýsjálensku Pinot Noir vínanna er þó nokkuð frábrugðin Búrgundarvínunum, mýkri, ávöxturinn sætari og sultaðir. Hérna er á ferðinni létt vín með angan af sultuðum jarðarberjum, hindberjum og trönuberjum, mild og sæt eik, mjúkt í munni.

Willm Pinot Gris Reserve

Pinot Gris frá Alsace í Frakklandi kemur líka vel til greina. Þótt Pinot Gris sé flokkuð sem hvítvínsþrúga er hún náskyld Pinot Noir þrúgunni. En þegar þrúgurnar ná góðum þroska taka þær á sig ljósfjólubláan blæ. Willm Pinot Gris Reserve er frábært matarvín, með angan af gulum eplum, ferskjum og perum, smá sætt í munni með ferska sýru.

Saint Clair Chardonnay Omaka Reserve

Góður Chardonnay og helst örlítið eikaður er frábær pörun líka. Hérna er á ferðinni einstaklega gott hvítvín sem passar fullkomlega með kalkún. Saint Clair Chardonnay Omaka einkennist af sítrus, eplum og eik. Vín með góða fyllingu og ferska sýru.

Hess Select Chardonnay

Þetta afbragðs hvítvín kemur frá Monterey-flóa á norðurströnd Kaliforníu þar sem kyrrahafið hefur mikil áhrif á heitt loftslagið. Þetta Chardonnay vín frá Hess ræður vel við hvítt kjöt og ennþá betra ef það er borið fram með rjómasósu. Í nefi eru þroskaðir suðrænir ávextir, vanilla og eik. Í munni er vínið rjómakennt og mjúkt með ferska sýru.

Dievole Le Due Arbie Rosso

Ítalskt rauðvín úr Sangiovese þrúgunni kemur líka mjög vel til greina. Hérna er um að ræða létt rauðvín með angan af rauðum berjum, kirsuber og brómber, rósmarín, mjúk tannín og mild eik.