Trenel Beaujolais Nouveau 2021

Á hverju ári myndast ákveðin spenna hjá vínáhugafólki þegar hausta er farið og veturinn nálgast. Þá er nefnilega uppskerutími hjá vínbændum í Frakklandi og allir vilja auðvitað að uppskeran verði betri en sú síðasta þó svo að hún hafi jafnvel verið frábær það ár.

Í Búrgundyhéraði í Frakklandi er svæði sem heitir Beaujolais og er það þekkt fyrir léttleikandi vín sem búin eru til úr þrúgunni Gamay. 

Þar hefur skapast hefð að fagna nýafstaðinni uppskeru með því að smakka á vínum búnum til úr þessari nýju uppskeru þann 18.nóvember ár hvert.  Vínin eru auðvitað mjög ung en segja samt mikið til um hvernig uppskeran var og getur sagt til um hvernig vínin koma til með að þróast á næstu misserum og árum.

Trenel er framleiðandi frá Beaujolais sem hefur getið sér gott orð fyrir frábær vín frá þessu svæði og er í eigu hins þekkta vínframleiðanda M.Chapoutier.

Frá og með 18.nóvember er hægt að nálgast Trenel Beaujolais Nouveau 2021 hjá Vínnes og í Vínbúðinni.