Hindberja mojito

 

Hráefni:

6-8 hindber

10-12 fersk myntu laufblöð

6 cl Brugal romm

2 cl safi úr lime

3 cl sykursíróp

Klakar

1-2 dl sódavatn

Aðferð:

Setjið hindber og myntu laufblöð í hátt glas og merjið.

Hellið rommi, lime safa og sykursírópi út í.

Fyllið glasið af muldum klökum og hellið sódavatni útí. Hrærið öllu saman og njótið.

Sykursíróp

Hráefni

200 g sykur

200 ml vatn

 

Aðferð

Blandið saman vatn og sykur i í pott. 

Bræðið sykurinn á vægum hita og hrærið þar til hann leysist upp. Kælið. Tekur nokkrar mínútur.

Ég helli sykursírópinu ofan í flösku með tappa og geymi í ísskáp. Það geymist í um 1 mánuð.

Uppskrift: Hildur Rut