Sterk grænmetissúpa
Uppskrift: Karen Guðmunds
Hráefni:
4 msk olífuolía
8 – 10 gulrætur, skornar í litla bita
2 bollar laukur, saxaður
1/2 blaðlaukur, saxaður
4 hvítlauksrif
1/2 tsk. chilliflögur
1 tsk. paprikukrydd
4 dósir, saxaðir tómatar
1 tsk. oregano
1 tsk salt
1 tsk svartur pipar
1/2 bolli rjómi
4 msk smjör
2 L vatn
2 grænmetisteningar
Aðferð:
1. Hitið olífuolíu í potti eða stórri pönnu á miðlungshita. Steikið lauk og hvítlauk á pönnunni þar til laukurinn er byrjarður að mýkjast, bætið chilliflögum og paprikukryddi við. Passið að hráefnið brennist ekki við á pönnunni.
2. Bætið tómötum, gulrætum, blaðlauk, oregano, salt og pipar og leyfið að sjóða í um það bil 5 mínútur.
3. Bætið við vatni og grænmetisteningum, lækkið hitan og leyfið að sjóða í 30 mínútur. Fjarlægðið pönnuna af hitanum og hrærið rjóma og smjöri við súpuna.
4. Gott að bera fram með góðu brauði.
Vinó mælir með Saint Clair Sauvignon Blanc með þessum rétt.