Hvítlaukspasta með risarækjum og parmesan

Uppskrift: Marta Rún

Hráefni:

230 gr fettuccine pasta

1x box af risarækjum

4 hvítlauksrif

2 msk olífuolía

2 msk ósaltað smjör

85 gr ósaltað smjör

1 tsk salt

1 tsk pipar

1/2 tsk oregano

1/2 chilliflögur

1 poki af klettasalati

1/2 bolli rifin parmesan ostur

Aðferð:

1. Sjóðið pastað með einni tsk af salti. Eldið samræmi við leiðbeiningar á pakkningu í um það bil 7-10 mínútur eftir að það byrjar að sjóða.

2. Hitið stóra pönnu yfir miðlungsháum hita og bræðið tvær matskeiðar af smjöri og 2 msk olífuolía. Bætið hvítlauk, oregano kryddi, og chilli flögum og leyfið að eldast í 2 mínútur.

3. Bætið rækjunum við og eldið þar til rækjurnar verða bleikar á litinn, í sirka 3-5 mínútur á hvorri hlið. Kryddið með salt og pipar eftir smekk.

Takið svo rækjurnar af pönnunni og geymið til hliðar.

4. Sigtið vatnið frá pastanu. Bræðið 85 gr af smjöri og bætið klettasalati, pasta og parmesan ostinu við á pönnuna og leyfið að eldast í nokkrar mínútur.

5. Bætið risarækjunum við pastað í lokin.

6. Gott að bæta við parmesan osti og olífuolíu þegar búið er að flytja pastað á fallegan disk.

Vinó mælir með Malandes Petit Chablis með þessum rétt.