Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Sterk grænmetissúpa

Karen Guðmunds ritar:

Hráefni 

4 msk olífuolía

8 – 10 gulrætur, skornar í litla bita

2 bollar laukur, saxaður

1/2 blaðlaukur, saxaður

4 hvítlauksrif

1/2 tsk. chilliflögur

1 tsk. paprikukrydd

4 dósir, saxaðir tómatar

1 tsk. oregano

1 tsk salt

1 tsk svartur pipar

1/2 bolli rjómi

4 msk smjör

2 L vatn

2 grænmetisteningar

Aðferð 

1. Hitið olífuolíu í potti eða stórri pönnu á miðlungshita. Steikið lauk og hvítlauk á pönnunni þar til laukurinn er byrjarður að mýkjast, bætið chilliflögum og paprikukryddi við. Passið að hráefnið brennist ekki við á pönnunni.

2. Bætið tómötum, gulrætum, blaðlauk, oregano, salt og pipar og leyfið að sjóða í um það bil 5 mínútur.

3. Bætið við vatni og grænmetisteningum, lækkið hitan og leyfið að sjóða í 30 mínútur. Fjarlægðið pönnuna af hitanum og hrærið rjóma og smjöri við súpuna.

4. Gott að bera fram með góðu brauði.

Með þessum rétt mælir Vínó með Vicars Choice Sauvignon Blanc

Vínótek segir;

Sauvignon Blanc er sú þrúga sem Nýsjálendingar nota hvað mest og nýsjálenski stíllinn er einstakur. Þetta er ungt og þægilegt eintak af nýsjálenskum Sauvignon, sem sýnir mörg af hinum dæmigerðu einkennum þessara vína.

Vínið er fölgult á lit, smá grænir tónar og nefið vínsins einkennist af ferskum og skörpum sítrusávexti, lime, limebörkur og greip, þroskuð melóna, ástaraldin, þægilega grösugt, ferskar kryddjurtir og svolítið míneralískt.

Frábær kaup. Með bleikju og sítrónu, sushi og öðrum léttum réttum. Frábær fordrykkur.

Share Post