Ljúffengt sveppa risotto

Hráefni

500 g kastaníu sveppir (má líka blanda saman við portobello sveppi)

1 laukur (a.t.h. skipta í tvennt, notaður 2x í uppskriftinni)

100 g smjör (a.t.h. skipta í tvennt, notaður 2x í uppskriftinni)

U.þ.b. 4 msk trufflu olía (a.t.h. skipta í tvennt, notaður 2x í uppskriftinni)

ferkst timjan

3 ½ dl risotto hrísgrjón

2 dl hvítvín (gott að nota Chardonnay)

1000 ml vatn

3 tsk kjúklingakraftur frá Oscar

1 dl rifinn parmesan ostur (meira til að bera fram með)

Aðferð

  • Kveikið á ofninum og stillið á 200°C.
  • Skerið sveppina niður í sneiðar og setjið á bökunarplötu með smjörpappír.
  • Skerið laukinn í helming, skerið annan helminginn niður í þunnar sneiðar og dreifið yfir sveppina á bökunarplötunni.
  • Bræðið smjörið og hellið yfir sveppina og laukinn, hellið einnig 2 msk af trufflu olíu yfir, klippið niður ferskt timjan og dreifið yfir. Bakið inn í ofni i 25 mín eða þar til sveppirnir og laukurinn er orðinn mjúkur í gegn.
  • Setjið 2 msk af trufflu olíu á pönnu og stillið á meðal hita.
  • Skerið hinn helminginn af lauknum smátt niður og steikið þar til hann er byrjaður að mýkjast.
  • Setjið þá hrísgrjónin út á pönnuna og steikið í 1 mín. Bætið þá hvítvíninu út á og steikið þar til mesti vökvinn er gufaður upp, hrærið stanslaust í. Bætið þá 250 ml vatni út á ásamt 1 tsk af kjúklingakrafti, hrærið stanslaust í og leyfið að malla þar til mest allur vökvinn er gufaður upp. Endurtakið þar til búið er að setja 1000 ml af vatni og 3 tsk af kjúklingakrafti, þá ættu hrísgrjónin einnig að vera orðin mjúk og góð.
  • Rífið parmesan ost niður og bætið út á risottoið, hrærið öllu saman.
  • Setjið 2/3 af sveppunum og lauknum út á, ásamt restinni af smjörinu og blandið saman.
  • Skiptið risottoinu á milli diska, setjið restina af sveppunum og lauknum yfir, ferskt timjan og rífið parmesan ost yfir.

Vínó mælir með: Adobe Reserva Chardonnay með þessum rétt.

Uppskrift: Linda Ben