Humarspaghetti í sítrónusósu

Fyrir 4

Hráefni

Um 650 g skelflettur humar frá Sælkerafiski (2 box)

100 g smjör

500 g spaghetti

6 hvítlauksrif

2 sítrónur (börkurinn)

50 ml sítrónusafi (um 1 sítróna)

200 ml pastavatn

Söxuð steinselja

Parmesan ostur

Hvítlauks brauðrasp (sjá uppskrift að neðan)

Góð ólífuolía

Salt, pipar og hvítlauksduft

Aðferð

Útbúið hvítlauks brauðrasp og leggið til hliðar.

Sjóðið spaghetti í vel söltu vatni samkvæmt leiðbeiningum á pakka.

Skolið og þerrið humarinn, steikið síðan upp úr um 50 g af smjöri, rífið um 3 hvítlauksrif yfir og kryddið eftir smekk. Steikið hann þó aðeins í stuttan tíma því hann er fljótur að eldast (1-2 mínútur). Takið af pönnunni og geymið á disk (með smjörinu/safanum) á meðan sítrónusósan er undirbúin.

Bætið restinni af smjörinu á pönnuna og steikið um 3 rifin hvítlauksrif stutta stund við meðalhita.

Bætið sítrónuberkinum, sítrónusafanum og smá af pastasoðinu saman við og leyfið aðeins að malla saman.

Bætið þá restinni af pastavatninu á pönnuna ásamt pasta og humri og blandið öllu vel saman.

Njótið með  góðri ólífuolíu, steinselju, parmesan og stökkum hvítlauks brauðraspi.

Hvítlauks brauðrasp

Hráefni

3 heilhveiti brauðsneiðar (eða grófar)

2 hvítlauksrif

2-3 msk. ólífuolía

Smá salt og pipar

Aðferð

Ristið brauðsneiðarnar þar til þær verða vel stökkar. Rífið þær næst gróft niður

Vínó mælir með: Muga hvítt með þessum rétt.

Uppskrift: Gotteri.is