Passoa Tiramisu

Hráefni

100 g smjör
U.þ.b. 20 stk Lady Finger kexkökur
3 egg, aðskilin í eggarauður og eggjahvítur
50 g sykur
Kornin úr ½ vanillustöng eða 1 tsk vanilludropar
250 g Philadelphia rjómaostur
150 ml mjólk
½ dl Passoa líkjör
3 ástríðuávextir

Aðferð

Aðskiljið eggin, þeytið eggjarauðurnar með sykrinum og vanilludropum þangað til blandan verður létt og ljós u.þ.b. 5 mín.
Bætið mascapone ostinum út í og þeytið saman við.
Í aðra skál þeytiði eggjahvíturnar þangað til topparnir verða milli stífir (ekki eins stífir og þegar verið er að gera marengs)
Bætið eggjahvítunum rólega saman við með sleikju.
Hellið mjólk ásamt passoa í ílát með flötum botni, setjið einn ástríðuávöxt ofan í og blandið saman. Raðið Lady Finger kexkökum ofan í formið og leyfið mjólkinni að fara vel inn í kexið. Raðið helmingnum af kexkökunum í botninn á forminu sem þú ætlar að nota. Setjið helminginn af eggjablöndunni yfir. Raðið svo fleiri lady fingers ofan á og setjið restina af eggjablöndunni næst yfir. Setjið ástríðuávextina yfir og geymið inn í ísskáp í minnst 4 klst.

Uppskrift: Linda Ben

Post Tags
Share Post