Stökkar grænmetis tostadas

Fyrir 2

Hráefni

4 dl blómkál, smátt skorið
2 dl sveppir, smátt skornir
1 portobello sveppur, smátt skorinn (má sleppa eða nota meiri sveppi)
2 dl kjúklingabaunir
1 dl skarlottulaukur, smátt skorinn
2 msk ólífuolía
1 msk harissa krydd
Salt & pipar eftir smekk
2 spelt og hafra tortillur frá Mission
2 dl rifinn mozzarella ostur
5 dl rifinn havarti ostur
Fersk steinselja eða kóríander eftir smekk (má sleppa)

Sósa:

2 dl Heinz majónes
1-2 tsk harissa kryddblanda
2 msk safi úr sítrónu
Salt eftir smekk

Aðferð

Blandið blómkáli, sveppum, kjúklingabaunum og skarlottulauk saman við ólífuolíu og krydd. Hrærið öllu vel saman í skál og leyfið að standa á meðan þið græjið tortillurnar.

Skerið tortillurnar í fjóra þríhyrninga. Steikið þær uppúr ólífuolíu á vel heitri pönnu þar til þær verða stökkar. Passið að þær brenni ekki.

Raðið tortillunum á bökunarplötu þakta bökunarpappír og dreifið havarti osti og mozzarella osti jafnt yfir.

Bakið í ofni í um 5-7 mínútur við 190°C eða þar til osturinn er bráðnaður.

Steikið grænmetisblönduna upp úr ólífuolíu og dreifið yfir nýbakaðar tortillurnar. Berið fram með sósunni og stráið ferskri steinselju eða kóríander yfir.

Sósa

Hrærið saman majónesi, safa úr sítrónu, harissa kryddblöndu og salti saman í skál. Smakkið ykkur til ef að þið viljið bæta kryddi saman við.

Vínó mælir með: Corona með þessum rétt. 

Uppskrift: Hildur Rut