Eplabourbon

1 drykkur

Hráefni

Klakar

60 ml bourbon, við notuðum Jim Beam Black

15 ml sítrónusafi, nýkreistur

Angostura bitter, nokkrir dropar

Eplagos, til að fylla upp í með, við notuðum frá Whole Earth

Eplasneið, til skrauts

Aðferð

Setjið bourbon, sítrónusafa og bitter í kokteilhristara með klökum og hristið í u.þ.b. 1 mínútu. Setjið klaka í glas og hellið drykknum yfir í glasið í gegnum sigti. Fyllið glasið upp með eplagosi og skreytið með eplasneiðum. 

Uppskrift: Gestgjafinn