New England-style rækjubátar með sætum kartöflum

Fyrir 2

Hráefni

Risarækjur, 350 g (frosin þyngd)

Kartöflu pylsubrauð, 2 stk

Japanskt majónes, 45 g

Sýrður rjómi 10%, 15 g

Sellerí, 1 stilkur

Vorlaukur, 30 g

Dill ferskt, 7 g

Graslaukur ferskur, 5 g

Sítróna, 1 stk

Hvítlaukur, 1 rif

Smjör, 30 g

Aðferð

Setjið vatn í pott og náið upp suðu. Bætið rækjum út í pottinn og sjóðið í 2-2,5 mín eða þar til rækjurnar eru rétt svo eldaðar í gegn (varist að sjóða rækjurnar of lengi því þá verða þær of stífar).

Hellið vatninu frá rækjunum og látið kalt vatn renna á þær til að stoppa eldunina.

Bræðið smjörið og pressið 1 hvítlauksrif saman við.

Saxið dill og graslauk smátt, skerið sellerí í litla bita og sneiðið vorlauk í þunnar sneiðar.

Skerið rækjur í bita og hrærið saman við majónes, sýrðan rjóma, dill, graslauk, sellerí og vorlauk. Kreistið smá sítrónusafa saman við og smakkið til með salti og meiri sítrónusafa ef þarf.

Opnið brauðin og smyrjið að innan með hvítlaukssmjöri. Raðið á ofnplötu og ristið í ofninum í nokkrar mín þar til brauðið er farið að taka fallegan lit.

Berið fram með sætkartöflufrönskum

Vinó mælir með: Vicar’s Choice Sauvignon Blanc með þessum rétti.

Uppskrift: Matur og Myndir