Hjartalaga Valentínusarpizza

Uppskrift að 12 tommu pizzu

4 msk Philadelphia rjómaostur með hvítlauk og kryddi

200 g kokteiltómatar

1-2 msk fersk basilika, smátt skorin

1-2 hvítlauksrif, pressuð eða rifin

Krydd: 1 tsk oregano, ½ tsk salt, ¼ tsk pipar

180 g litlar mozzarella kúlur

4 sneiðar parmaskinka

Ólífuolía

Klettasalat eftir smekk

Parmesan ostur eftir smekk, rifinn

Pizzadeig

(2-3 pizzabotnar) – eða kaupa tilbúið deig

12 g þurrger (einn pakki)

1 1/2 dl ylvolgt vatn

1 msk hunang

2 msk ólífuolía

1 tsk salt

6-7 dl fínmalað spelt

 

Aðferð

Fletjið út deigið og myndið hjarta með höndunum. Notið hníf til að skera hjartað til.

Smyrjið deigið með rjómaostinum.

Skerið kokteiltómatana í fjóra bita og blandið saman við basiliku, hvítlauk og kryddi. Dreifið þeim yfir pizzuna.

Dreifið mozzarella kúlunum yfir allt saman og bakið inní ofnið í 12-15 mínútur við 220°C.

Dreifið parmaskinkunni á bökunarplötu þakta bökunarpappír og penslið með smá ólífuolíu. Bakið í 6-8 mínútur eða þar til hún verður stökk.

Takið pizzuna úr ofninum og dreifið klettasalati, parmaskinku og parmesan osti yfir allt saman. Njótið.

Pizzadeig

Blandið saman þurrgeri, ylvolgu vatni og hunangi í skál. Leyfið að standa í 10 mínútur eða þar til blandan er byrjuð að freyða vel.

Bætið við ólífuolíu, salti og helmingnum af speltinu, Hærið saman og ég mæli með að nota hrærivél í verkið.

Bætið restinni af speltinu saman við og hnoðið vel saman. Enn og aftur mæli ég með að nota hrærivélina til að hnoða deigið í 5-7 mínútur en annars er líka hægt að nota hendurnar.

Olíuberið rúmgóða skál, setjið deigið ofan í og leggið viskustykki yfir. Leyfið að hefast í klst eða meira.

Vínó mælir með: Purato Nero d’Avola Organic Wine með þessum rétt. 

Uppskrift: Hildur Rut