Ostakúla & Willm Crémant Rose

Hráefni

2 dl pekanhnetur

40 ml síróp

2 msk ólífuolía

1 og ½ pkn Sweet chili Philadelphia rjómaostur

1-2 msk smátt skorinn rauðlaukur

3 msk smátt skornir sólþurrkaðir tómatar

½ dl smátt skorin pimiento paprika

 

Aðferð

Byrjið á því að blanda pekanhnetum, sírópi og ólífuolíu saman.

Dreifið á bökunarplötu þakta bökunarpappír og bakið í 10-12 mínútur við 180°C. Hrærið reglulega í hnetunum og passið að þær brenni ekki.

Kælið hneturnar og skerið þær smátt.

Blandið saman rjómaosti, smátt skornum rauðlauk, smátt skornum sólþurrkuðum tómötum, smátt skorinni papriku og 1-2 msk af smátt skornum pekanhnetum.

Mótið kúlu úr rjómaostablöndunni með höndunum.

Dreifið pekanhnetunum á bökunarpappír og þekið rjómaostakúluna með þeim.

Setjið kúluna á fallegan disk eða bakka og berið fram með uppáhalds kexinu ykkar.

Vínó mælir með: Willm Cremant d’Alsace Brut Rose með þessum rétt. 

Uppskrift: Hildur Rut