Súkkulaði martini

Hráefni

Vodka, 4,5 cl / Kælt

Tobago Gold súkkulaði romm, 4,5 cl / Hristið fyrir notkun

Rjómi, 1,5 cl

Súkkulaðisíróp, 1 cl / T.d. Hershey‘s

Jarðarber til skrauts

Súkkulaðisíróp til skrauts

Súkkulaði til skrauts

Aðferð

Setjið vodka, Tobago Gold súkkulaði romm, rjóma og súkkulaðisíróp í kokteilhristara með handfylli af klökum og hristið vel í 15-20 sek.

Dýfið martini glasi í súkkulaðisíróp. Hellið kokteilnum í glasið, rífið súkkulaði yfir og skreytið með jarðarberi.

 

Uppskrift: Matur og Myndir