Hægeldaður franskur rauðvíns pottréttur með silkimjúkri kartöflumús

Fyrir 2

Hráefni

Halsans Kök fillet pieces, 1 pk / 320 g

Gulrætur, 100 g

Sveppir, 100 g

Hvítur perlulaukur, 100 g

Hvítlaukur, 8 rif

Tómatpúrra, 2 msk

Rauðvín, 120 ml

Kallo grænmetisteningur, 1 stk / Grænn

Niðursoðnir kirsuberjatómatar, 1 dós / Mutti eða Cirio

Balsamic edik, 2 tsk

Timian ferskt. 8 g

Steinselja, 6 g

Kartöflur Gullauga, 350 g

Baguette, 1 stk

Vegan smjör, eftir þörfum

Vegan rjómi, eftir þörfum

 

Aðferð

Afþýðið sojakjötið. Forhitið ofn í 150°C á blæstri.

Skerið gulrætur og sveppi í munnbitastærðir. Skrælið hvítlauk og perlulauk.

Hitið olíu við meðalháan hita í steypujárnspotti sem má fara inn í ofn. Brúnið sojakjötið og smakkið til með salti. Setjið á disk til hliðar.

Bætið sveppum út í pottinn og steikið þar til sveppirnir fara að taka lit. Bætið gulrótum, hvítlauk og perlulauk út í og steikið í stutta stund. Bætið tómatpúrru út í pottinn og steikið í stutta stund.

Bætið rauðvíni út í pottinn og látið sjóða niður um sirka helming. Bætið sojakjöti, grænmetistening, niðursoðnum kirsuberjatómötum, balsamic ediki og fersku timian (á stilkunum) út í pottinn ásamt 0,5 dl af vatni. 

Hrærið aðeins í pottinum og setjið svo lok á hann. Færið pottinn inn í miðjan ofn og látið malla þar í 2,2,5-3 klst. Kíkið í pottinn á 1 klst fresti og bætið við ögn af vatni ef þarf. Ef sósan er of þunnfljótandi er gott að láta malla án loks þar til sósan er hæfilega þykk.

Skrælið og skerið kartöflur í jafn stóra bita. Setjið í pott með ríflegu magni af salti og hyljið með vatni. Náið upp suðu og látið kartöflurnar sjóða í 15-18 mín eða þar til þær eru mjúkar í gegn (fer eftir stærð).

Hellið vatninu frá kartöflunum og leyfið þeim að gufa í stutta stund. Stappið kartöflurnar með kartöflustappara og bætið við vegan smjöri og rjóma eftir þörfum þar til kartöflumúsin er silkimjúk. Smakkið til með salti.

Saxið steinselju og hrærið saman við réttinn í pottinum rétt áður en maturinn er borinn fram. Smakkið til með salti og pipar.

Berið fram með grilluðu baguette brauði.

Vínó mælir með: Cune Reserva með þessum rétt. 

Uppskrift: Matur og Myndir