Chorizo pizza með ólífum, klettasalati og parmesan

Hráefni

Pizzadeig, 400 g

Chorizo, 70 g 

Pizzasósa, 120 ml / Ég notaði Mutti

Basilíka fersk, 3 g

Hvítlaukur, 2 rif

Mozzarella rifinn, 120 g

Rauðlaukur, ¼ lítill

Klettasalat, 20 g

Parmesan, 10 g

Grænar ólífur steinlausar, 30 g

Chiliflögur eftir smekk

Aðferð

Forhitið ofn í 230°C á pizzastillingu eða með blæstri.

Takið pizzadeigið úr kæli 2 klst fyrir eldun.

Saxið basilíku og pressið 1 hvítlauksrif. Hrærið basilíku og hvítlauk saman við pizzasósuna. Pressið 1 hvítlauksrif saman við 40 ml af góðri ólífuolíu.

Setjið bökunarplötu inn í ofn svo hún hitni vel á meðan unnið er í botninum. Ef pizzasteinn er til á heimilinu er kjörið að nota hann í stað bökunarplötunnar. Hafið bökunarpappír kláran til að vinna deigið á.   

Skerið chorizo í bita, skerið rauðlauk eftir smekk í strimla og sneiðið ólífur.

Setjið hveiti á hendurnar og borðið og notið hendurnar til þess að fletja botninn út í um 15″ hring. Best er að vinna út frá miðju deigsins í átt að kantinum og reyna að hlífa um 2 cm af kantinum við sem mestu hnjaski. Þannig er gasinu í deiginu ýtt út í kantinn sem verður til þess að hann lyftist betur.

Dreifið pizzasósu yfir botninn. Dreifið mozzarellaosti yfir pizzuna. Raðið chorizo, rauðlauk og ólífum á pizzuna. Rífið svolítinn parmesan ost yfir og stráið chiliflögum eftir smekk yfir.

Takið heita ofnplötuna úr ofninum (farið varlega) og dragið pizzzuna á ofnpappír á heita plötuna. Bakið í neðstu grind í ofni í 12-15 mín eða þar til pizzan er orðin fallega gyllt og ljúffeng.

Toppið pizzuna með klettasalati og hvítlauksolíu eftir smekk. Rífið parmesan ost yfir og berið fram.

Vínó mælir með: Ecologica Shiraz Malbec Organic Reserve með þessum rétti.

Uppskrift: Matur & Myndir