Frískandi Gúrku G&T
Hráefni
Nokkur myntulauf
1 tsk. Rósapipar
Nýkreystur safi úr hálfri límónu
50 ml Whitley Neill gin
Ágúrka, sneidd eftir smekk
200 ml yuzu tónik, við notuðum frá Fentemans
Nokkur rósapiparkorn, til að skreyta ef vill
Aðferð
Setjið myntu, rósapipar, límónusafa og gin í kokteilhristara með klökum og hristið í u.þ.b. 30 sek. Setjið klaka og gúrkusneiðar í glas og hellið drykknum í gegnum sigti yfir í glasið. Fyllið upp í með yuzu-tónik og skreytið með rósapipar ef vill.