Bláberja basilsæla

1 viskíglas

Hráefni

Klakar

4-5 lauf fersk basilíka

30 ml Martin Miller‘s gin

15 ml bláberjalíkjör

20 ml ferskur sítrónusafi

20 ml sykursýróp

u.þ.b. 60 ml sódavatn

4 bláber, til skrauts

Aðferð

Setjið 1-2 klaka í kokteilhristara ásamt 2 basilíkulaufum og kremjið vel með kokteilkremjara. Bætið fleiri klökum í hristarann og setjið ginið, líkjörinn, sítrónusafann og sykursýrópið saman við og hristið vel. Fyllið viskíglas af klökum og hellið innihaldinu í glasið í gegnum lítið sigti. Fyllið upp með sódavatni og setjið basilíkulauf og bláber saman við.

Umsjón / Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir og Guðný Hrönn Antonsdóttir

Myndir/Hákon Davíð Björnsson