Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

 

Hægeldaður lambapottréttur

Fyrir 4-6:

 

Lamba prime, 1 kg

Gulrætur, 200 g

Rauðlaukur stór, 1 stk

Sellerístilkar, 2 stk

Perlulaukur, 12 stk

Tómatpúrra, 30 ml

Herbs de Provence, 20 ml / Pottagaldrar

Lambakraftur, 20 ml / Oscar

Rósmarín ferskt, 1 grein

Lárviðarlauf, 2 stk

Rauðvín, 1 dl

Hunang, 10 ml

San Marzano tómatar, 2 dósir

Hvítlauksrif, 10 stk

Steinselja, 8 g

Hveiti, nóg til að hylja kjötið

3-3.5 klst

 

Aðferð:

 1. Skrælið og skerið rauðlauk í fernt, skrælið perlulaukana, hvítlauksrifin og skerið sellerí og gulrætur í grófa bita.
 2. Skerið lambið í um 3 cm bita og veltið upp úr hveiti. Hitið olíu í djúpum potti (Helst steypujárnspotti) og brúnið kjötið vel, en þetta er best að gera í nokkrum skömmtum svo kjötið brúnist sem best. Færið á disk til hliðar.
 3. Steikið grænmetið í nokkrar mín í pottinum og bætið þá tómatpúrru út í og steikið í nokkrar mín til viðbótar. Bætið rauðvíni út í og látið sjóða niður í smástund.
 4. Bætið tómötum, lambakrafti, kjöti, herbs de provance, rósmarín, lárviðarlaufum og hunangi út í pottinn og náið upp suðu. Lækkið hitann svo það rétt kraumi í pottinum og látið svo malla undir loki í um 2.5-3 klst eða þar til kjötið er orðið svo mjúkt að það losnar auðveldlega í sundur. Fleytið fituna ofan af réttinum og smakkið til með salti og pipar.
 5. Saxið steinselju og hrærið saman við réttinn rétt áður en maturinn er borinn fram.
 6. Berið fram með td hvítlauks- kartöflumús eða bökuðu smælki.

 

Vínó mælir með: Ramon Roqueta Reserva með þessum rétt.

 

Uppskrift og myndir:  Matur & Myndir 

 

Nektarínu- og Cointreau Tiramisu

 

Uppskrift fyrir 8 manns

Hráefni:

800 g nektarínur án steina og skornar í sneiðar

2 kvistar af myntu

10 cl vatn

30 g sykur

½ vanillustöng

3 cl Cointreau

3 eggjarauður

2 msk. sykur

1 sítróna (nota börkinn)

225 g mascarpone ostur

150 g Philadelphia rjómaostur

3 eggjahvítur

1 klípa af salti

2 msk. sykur

200 g Ladyfinger kex

 

Aðferð:

 • Setjið nektarínur, vatn, sykur, myntu og vanillu í pott. Lokið og látið malla yfir lágum hita í um það bil 10 mínútur þar til að blandan er orðin að sírópi.
 • Hellið sírópinu í skál. Látið nektarínurnar og sírópið kólna, setjið um 10 sneiðar af nektarínum yfir á aðra hliðina í pottinum og fjarlægið myntuna.
 • Bætið Cointreau líkjörnum síðan saman við sírópið.
 • Hrærið eggjarauður, sykur og sítrónubörkinn saman í skál þar til blandan verður hvít.
 • Hrærið svo mascarpone og Philadelphia ostinum saman við eggjarauðu blönduna.

 

Rjómalagað kjúklinga pappardelle með pestó og ristuðum pankó raspi

 

Fyrir 2-3:

Kjúklingabringur, 2 stk (sirka 350 g)

Pappardelle pasta, 250 g / Eða tagliatelle með eggjum

Laukur, 120 g

Hvítlauksrif, 1 stk

Gott rautt pestó, 95 g

Hvítvín, 50 ml

Tómatpúrra, 2 msk

Rjómi, 150 ml

Pankó brauðraspur, 20 g

Kjúklingakraftur (duft), 1 tsk / Oscar

Kjötkraftur (duft), 0,5 tsk / Oscar

Ítalskt pastakrydd (Pottagaldrar), 2 tsk

Parmesan ostur, 30 g + aðeins meira í lokin ofan á réttinn að sjálfsögðu

Spínat, 50 g

Basil, 5 g

 

Aðferð:

 1. Ristið pankó brauðraspinn á heitri pönnu þar til hann er fallega gylltur.
 2. Skerið kjúklingabringurnar í tvennt lárétt eftir miðjunni svo úr verði 4 jafn þykkar sneiðar. Hitið olíu á pönnu, saltið og piprið kjúklinginn og steikið svo við meðalháan hita þar til hann er fulleldaður, sirka 2,5-3 mín á hvorri hlið Setjið á disk, hyljið með álpappír og geymið til hliðar.
 3. Sjóðið pasta eftir leiðbeiningum á pakka en takið frá 2 dl af pastavatni áður en vatnið er sigtað frá pastanu. Sterkjan í pastavatninu mun hjálpa til við að mynda góða sósu á pönnunni.
 4. Saxið lauk smátt og steikið á pönnu við miðlungshita þar til hann er glær og mjúkur. Pressið hvítlauksrif út á pönnuna og steikið í um 1 mín. Bætið hvítvíni út á pönnuna og látið sjóða niður í smástund. Bætið næst tómatpúrru og pestó út á pönnuna og steikið í 1 mín. Bætið rjóma, kjúklingakrafti, kjötkrafti og ítölsku pastakryddi út á pönnuna og látið rólega malla í nokkrar mín.
 5. Hækkið hitann á pönnunni og bætið 150 ml af pastavatninu sem tekið var til hliðar út á pönnuna í nokkrum skömmtum, hrærið vel á milli og látið malla þar til sósan þykkist hæfilega. Rífið parmesan ost út á pönnuna. Notið restina af pastavatninu ef þess þarf.
 6. Lækkið hitann í lága stillingu og hrærið spínati saman við sósuna þar til það er búið að mýkjast.
 7. Sneiðið kjúklingabringurnar í bita og saxið basil. Blandið að lokum kjúkling, basil og pasta vandlega saman við sósuna á pönnunni. Smakkið til með salti og pipar.
 8. Toppið réttinn með ristuðum pankó raspi og auka parmesan osti. Berið fram með td hvítlauksbrauði og fersku salati til hliðar.

Adobe Reserva Sauvignon Blanc

Uppskrift og myndir:  Matur & Myndir

smáborgarar

 

Smáborgarar

 

Hráefni fyrir brauðið

325g hveiti

16cl mjólk

1 lítið egg

15g smjör

1 msk. hunang

12g ferskt ger

½ tsk. salt

2 msk. sesamfræ

1 eggjarauða fyrir gljáa

 

Annað hráefni

200g nautahakk

Ostasneiðar fyrir hvern borgara

30g smjör

Súr gúrka, tómatsósa, majónes, salt og pipar

 

Aðferð fyrir brauðið

Settu hveiti í skál og blandaðu salti, hunangi og eggi saman við. Leystu gerið upp í volgri mjólk og bættu því út í skálina.

Bættu smjöri saman við og blandaðu saman og svo mjólkinni. Hnoðaðu deigið þangað til að það er orðið mjúkt.  Búðu til rúllu úr deiginu og geymdu það undir þvottastykki þangað til að það hefur tvöfaldað stærð sína. 

Búðu til litlar kúlur úr deiginu, skelltu þeim á ofnskúffu með bökunarpappír og penslaðu þær með eggjarauðunni og settu smá sesam fræ ofan á.  Leyfðu kúlunum að liggja undir heitu þvottastykki í aðrar 30 mínútur.

Bakaðu brauðið í 10 mínútur í 200°C heitum ofni.

 

Aðferð fyrir hamborgarana

Kryddaðu hakki og búðu til litlar bollur og steiktu á pönnu með smjöri og settu smá ost sneið ofan á.

Skerðu brauðið til helminga þegar það hefur kólnað.

Settu tómatsósu, majónes og súrar gúrkur á annan helminginn á brauðinu, hamborgarakjötið ofaná og lokaðu svo borgaranum með hinum helming brauðsins.

Cointreau vinaigrette

 

Cointreau sítrus-vinaigrette

 

Hráefni

1 greipaldin

10 cl grapeseed olía

10 cl Cointreau

10 cl balsamikedik

Salt og Sichuan piparkorn eftir smekk

 

Aðferð

Kreistið greipaldinið í matvinnsluvél, en skiljið smá eftir af aldinkjötinu. Blandið öllum hráefnum svo saman í matvinnsluvélinni. Saltið og piprið eftir smekk. Það má nota þetta vinaigrette eftir þörfum. Mjög gott að nota útá öll salöt.

Cointreau Fizz

 

Cointreau Fizz

 

Hráefni

5 cl Cointreau

2 cl ferskur límónusafi

10 cl sódavatn

 

Aðferð

Fylltu kokteilglas af klaka. Bættu við Cointreau og límónusafa. Fylltu glasið af sódavatni og skreyttu með límónusneið.

 

Cointreau hindberjaeftirréttur

Cointreau hindberjaeftirréttur

 

Hráefni fyrir 10 manns

30 Ladyfinger kex
50 cl rjómi
60 g sykur
5 cl Cointreau
250 g hindber

 

Aðferð
Raðið kexinu á disk og látið flötu hliðina snúa niður. Þeytið rjóma og tryggið að hann sé kaldur þegar þið blandið honum saman við sykurinn og Cointreau líkjörinn. Setjið rjómablönduna ofan á hvert kex, skreytið með ferskum hindberjum og flórsykri.