Nektarínu- og Cointreau Tiramisu

Uppskrift fyrir 8 manns

Hráefni:

800 g nektarínur án steina og skornar í sneiðar

2 kvistar af myntu

10 cl vatn

30 g sykur

½ vanillustöng

3 cl Cointreau

3 eggjarauður

2 msk. sykur

1 sítróna (nota börkinn)

225 g mascarpone ostur

150 g Philadelphia rjómaostur

3 eggjahvítur

1 klípa af salti

2 msk. sykur

200 g Ladyfinger kex

 

Aðferð:

  • Setjið nektarínur, vatn, sykur, myntu og vanillu í pott. Lokið og látið malla yfir lágum hita í um það bil 10 mínútur þar til að blandan er orðin að sírópi.
  • Hellið sírópinu í skál. Látið nektarínurnar og sírópið kólna, setjið um 10 sneiðar af nektarínum yfir á aðra hliðina í pottinum og fjarlægið myntuna.
  • Bætið Cointreau líkjörnum síðan saman við sírópið.
  • Hrærið eggjarauður, sykur og sítrónubörkinn saman í skál þar til blandan verður hvít.
  • Hrærið svo mascarpone og Philadelphia ostinum saman við eggjarauðu blönduna.