Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

An Apple a Day

 

Uppskrift:

40ml Jim Beam
20ml íslenskt rifsberjavín.
10ml heimagert íslenskt furuköngla-síróp
30ml nýkreistur ferskur eplasafi
Kokteillinn er hristur og borinn fram í kældu glasi. Skreyttur með þurrkaðri eplasneið.

Innblástur:

Þegar ég hugsa um það sem er sérlega íslenskt að gera, er eitt af því að vera nýtinn og nýta þá allt það sem náttúran býður upp á. Öldum saman hafa Íslendingar lifað með náttúrunni og því sem hún býður upp á.
Náttúran gaf Íslandi hákarl, Íslendingar kæstu hann til þess að geta boðað hann. Á Íslandi er ekki mikið um tré, en einhver af þeim fáu sem eru hér gefa af sér furukönglana sem ég notaði. Ísland gefur líka af sér kindur, Íslendingar nota allan skrokkinn frá toppi til táar. Það sem náttúran gefur Íslandi ekki, finna Íslendingar leiðir til að útvega sér. Þess vegna, í staðinn fyrir að nota sítrónu eða lime fyrir sýru, þá notaði ég nýkreistan safa úr grænu epli til að ná drykknum saman. Ég notaði smá af rifsberjavíni úr íslenskum rifsberjum. Þau bæta við sætu og sýru og kemur víninu á hærra plan. Drykkurinn er alíslenskur fyrir utan Jim Beam viskíið auðvitað.

Siggi C. Strarup Sigurðsson barþjónn á Mat Bar blandaði þennan kokteil á Kokteilakeppni Jim Beam 2019 og lenti í 4-6 sæti. 

Sæmundur í Lopapeysunni / Smells Kinda Fishy

 

Uppskrift:

5 cl Jim Beam Double Oak infuserað með kakónibbum með frá Níkaragva

11 cl Hvannarsýróp úr villtri Hvönn, sykri og mysu

2 cl Sítrónusafi

3 cl Eggjahvíta

Allt hrist og sett í Iittala glas með límmiðanum á auk lopapeysu.

Skreytt með sýrðri hvönn, ferskum hvannarstilk sem rör og poppuðu þorskroði sem skal vera bragðbætt með kakónibbudufti og sykri.

Innblástur:

Land og sjór, saga og menning. Af landinu höfum við villta hvönn. Úr sjónum höfum við fiskroð. Saga þjóðarinnar væri engin ef ullin af kindum okkar væri ekki með. Í ferðamenningu okkar er áfengisdrykkja og súkkulaðiát.
Höfundur: Haukur Smári Gíslason barþjónn á Flóra Garden Bistro lenti í 4-6. sæti Kokteilkeppni 2019 með þessum drykk!

Ballin´ Carrots

 

Uppskrift:

50ml Jim Beam Devil’s Cut toppað með heimagerðu “carrot cream soda”

Ferskur gulrótasafi

Íslenskt skyr

Smá rabbabari og mysa til að balensera sætuna í gulrótunum

Íslenskt birki síróp

Klípa af íslensku sjávarsalti

Innblástur:

Mig langaði að gera einfalt twist á langvinsælast whiskey drykk í heiminum: Whiskey highball með alíslenskum hráefnum í nýjum búning.

Höfundur: Jónas Heiðarr barþjónn á Apotekinu lenti í 4-6. sæti Kokteilkeppni 2019 með þessum drykk!

Sturluson

 

Uppskrift:

6 cl Jim Beam White

2.25 cl sítrónusafi

2.25 síróp

1 jarðaber úr garðinum

Snorri bjór fyrir toppinn

Heimaræktað timjan

Innblástur:

Ég vildi nota hráefni sem ég gat fundið í garðinum mínum og ég vildi nota íslenskan bjór þar sem mikil bjórmenning ríkir á Íslandi. Einnig vildi ég gera einfaldan drykk með fáum hráefnum til þess að viskíið nái að skína sínu skærasta. 

Höfundur: Jakob Eggertsson barþjónn á Fjallkonunni lenti í 3. sæti Kokteilkeppni 2019 með þessum drykk!

Gluggaveður

 

Uppskrift:

45 ml Jim Beam White

30 ml Brennivín infusað vanillu skyri

20 ml sítrónu safi

20 ml sykur síróp

Toppað með Jim Beam Honey froðu

Innblástur:

Ísland er eitt af fáum löndum þar sem gluggaveður er sagt oft enda virkilega fallegt land en getur verið ískalt úti, eins og með drykkinn sjálfan, fallegur en ískaldur.

Höfundur: Patrick Örn Hansen barþjónn á Public House lenti í 2. sæti í Kokteilkeppni 2019 með þessum drykk!

Spuni

 

Uppskrift:

40 ml Jim Beam Black
20 ml Sítrónusafi
10 ml Krækiberjalíkjör 64Rvk
10 ml Vallhumalslíkjör heimagerður
Topp með Ginger Ale frá London essence

Innblástur:

Drykkurinn er hugsaður sem óður til Íslenska hestsins þar sem
hestamennskan er tengd við drykkjargerðina á mjög skemmtilegan hátt.

Höfundur: Andri Davíð Pétursson barþjónn á Krydd Restaurant vann Kokteilkeppni 2019 með þessum drykk!

Jim Beam – Mest selda bourbon-viskí veraldar

Jakob Jonsson ritar

Hafi einhver dreypt á bourbon – viskí þá eru líkurnar yfirgnæfandi á að það hafi verið Jim Beam, enda gríðarvinsælt og jú, mest selda bourbon – viskí veraldar.

Jim Beam er framleitt í Clermont í Kentucky og hefur verið gegnum 7 kynslóðir, allt frá stofnun árið 1795 (bannárin voru undantekning vissulega, er framleiðslan féll niður) og er Jim Beam nefnt í höfuðið á James Beam, þeim er kom framleiðslunni í gang aftur eftir bannárin, árið 1935.

Beam fjölskyldan átti fyrirtækið upphaflega en árið 2014 keypti japanska fyrirtækið Suntory reksturinn og er Beam rekið af dótturfyrirtæki Suntory, Beam Suntory sem hefur höfuðstöðvar í Chicago.

Söguágrip

Sem fyrr segir nær saga Jim Beam aftur til ársins 1795 þegar Böhm fjölskyldan fluttist frá Þýskalandi til Kentucky í Bandaríkjunum. Fjölskyldunafnið Böhm þótti full framandi fyrir enskumælandi og til að falla frekar að tungunni breytti fjölskyldan nafninu úr Böhm í Beam.

Johannes Reginald Böhm var fjölskyldufaðirinn er hann fluttist til Bandaríkjanna í leit að betra lífi og hafði kauði nokkra þekkingu á eimingu. Er til Bandaríkjanna kom hélt hann henni við, tók upp þráðinn og gerði sér spíra/áfengi úr korni/maís sem var nokkuð auðvelt að nálgast á ekrum Kentucky.

Orðspor ,,landans” spurðist út og sonur Jóhannesar, Jacob sá sér leik á borði og stofnaði fyrirtæki í kringum framleiðsluna og hóf að selja framleiðslu föður síns. Fyrirtækinu óx snarlega fiskur um hrygg og varð afurðin gríðarvinsæl í nær sveitum, enda kunni Jóhannes vel til verka.

Upphaflega hét afurðin Old Jake Beam og verksmiðjan Old Tub. Eftir að Johannes Beam settist í helgan stein tók sonur hans, David Beam við keflinu. Þetta var á tímum iðnaðarbyltingarinnar og gjörbreyttist framleiðslan. Hún jókst til muna með meiri tækni og tilkomu eim-reiðanna, þar til bannárin í Bandaríkjunum tóku við.

Að bannárum loknum var framleiðslan endurvakin undir leiðsögn James Beam og nafninu breytt í James Beam Distilling Company. Þetta var árið 1935 og hefur framleiðslan verið geysilega umfangsmikil æ síðan, enda er Jim Beam Bourbon mest selda og vinsælasta bourbon viskí heims sem fyrr segir.

Þess má geta að hjá Jim Beam eru framleiddir fleiri vinsælir bourbonar eins og Booker’s, Baker’s, Basil Hayden’s og Knob Creek, allt vel þekkt og gómsæt bourbon-viskí

Hvernig er síðan best að njóta Jim Beam?

Það fer jú vissulega eftir smekk hvers og eins. Margir njóta hans eins og sér eða ,,neat”. Aðrir með klaka auk þess sem hann virkar geysi vel í velflest ef ekki öll hanastél sem eru byggð á bourbon viskíi.

Eins og tekið hefur verið fram er framleiðsla Jim Beam gríðarlega viðamikil og margar tegundir sem koma þaðan. Hér eftir fara helstu afbrigði Jim Beam:

Flaggskipið er vissulega Jim Beam White Label, fjögurra ára gamalt úr ristuðum eikartunnum, á tappað 40% alkóhól. Jim Beam Black Label, það er 8 ára í Bandaríkjunum en 6 ára á öðrum mörkuðum og á tappað 43%. Jim Beam Devil’s Cut, 45% og 6 ára gamalt.

Meistararnir hjá Jim Beam hafa þróað með sér tækni til að ná út viskíinu sem situr eftir innan í eikinni eftir eimingu og blanda því saman við extra aged straight bourbon og úr verður dekkra, kraftmeira viskí með mikla fyllingu.

Jim Beam Double Oak er úr tveimur, eins tunnum! Já, hljómar kannski einkennilega en fyrst er viskí vísirinn þroskaður í 4 ár í nýrri, ristaðri eik. Að þessum 4 árum liðnum er viskíið tekið úr tunnunum og sett aftur í samskonar tunnur. Það gefur meiri snertingu við nýja eik, gefur meiri dýpt og meiri eikarkeim, vanillu, karamellu og krydd.

Auk þessa er hægt að nálgast það sem þeir kalla ,,ultra premium Jim Beam”, eintunnunga og eldri útgáfur, rúgviskí auk bragðbættra með t.a.m. hunangi, vanillu, eplum o.fl. Þar á bæ eru menn ekki hræddir við að prófa nýjungar og ættu allir bourbon aðdáendur að finna eitthvað sér við hæfi.