Whiskey Sour

Wiskey Sour

Kokteilar verða ekki einfaldari en þetta; sterkt áfengi til grundvallar, vatn til að þynna niður sprúttið, sykur til að gefa sætu og loks bragðauki, nánar tiltekið sítrónusafi. Uppruna drykkjarins má rekja til 18. aldar þegar enskur sjóliðsforingi að nafni Edward Vernon setti saman blöndu sem átti að hjálpa sjómönnum gegnum langsiglingar og meðfylgjandi kvillum. Hann hrærði saman rommi (sem þótti auðdrekkanlegasta brennivínið), sítrónusafa (C-vítamín læknar skyrbjúg), og setti sykur til sætu og skvettu af vatni til að minnka áfengismagnið, svo sjómennirnir væru ekki á skallanum um allt skip. Drykkurinn koms svo fyrst fram sem uppskrift í hinni víðfrægu “The Bartender’s Guide” frá 1862, eftir Jerry nokkurn Thomas. Seinna var uppskriftin fullkomnuð með eggjahvítunni sem öllum kokteilsælkerum finnst ómissandi í dag.

Hráefni:

6 cl Jim Beam Bourbon

3 cl sítrónusafi

3 cl sykurvatn (1,5 cl flórsykur + 1,5 cl vatn)

3-4 skvettur af Angostura bitter

1 stór eggjahvíta

Aðferð:

Setjið  Jim Beam bourbon í kokteilhristara, bætið sítrónusafa og sykurvatni saman við, ásamt 3-4 svettum af Angostura bitter og einni stórri eggjahvítu.

Hristið allt saman í 15-20 sekúndur. Bætið 5-7 ísmolum við í kokteilhristarann og hristið aftur í 10 sekúndur.

Setjið 5 væna ísmola í tumbler-glas og hellið svo kokteilnum gegnum sigti út í.

Skreytið með 2 dökkum kokteilkirsuberjum þræddum upp á prjón.

Share Post