Roku engifer G&T

 

Hráefni:

5 cl Roku gin

30 cl Tónik

Klakar

½ msk smátt skorið engifer (meira til að skreyta með)

Rósmarín stöngull til að skreyta með

 

Aðferð:

Fyllið glasið af klökum.

Setjið ginið út í ásamt engiferi.

Hellið tónik yfir og hrærið.

Skreytið með engifer sneið og rósmarín

 

Uppskrift: Linda Ben