Trönuberjaviskí

Trönuberjasíróp

Hráefni

Þessi uppskrift er stærri en þarf í drykkinn en sírópið geymist vel í kæli í lokuðum umbúðum. Hægt er að nota sírópið í aðra kokteilagerð en það er einnig gott út á vanilluís.

80 ml hlynsíróp

40 ml hunang

60 ml vatn

130 g trönuber

Aðferð

Setjið allt hráefni saman í lítinn pott og látið malla í u.þ.b. 5-6 mín. á miðlungs háum hita. Hellið í gegnum sigti og kælið sírópið fyrir notkun.

 

Drykkur

Hráefni

30 ml trönuberjasíróp

60 ml viskí, við notuðum Maker’s Mark Kentucky Straight Bourbon Whisky

15 ml trönuberjasafi

20 ml Cointreau

tónikvatn, til að fylla upp í glasið

klakar

rósmaríngrein, til að skreyta drykkinn ef vill

Aðferð

Fyllið kokteilhristara með klökum og setjið trönuberjasíróp, viskí, trönuberjasafa og Cointreau út í. Hristið vel og hellið í gegnum sigti yfir í glas sem hefur verið fyllt með klökum. Hellið tóniki í glasið þar til það er orðið fullt og skreytið drykkinn með rósmaríngrein ef vill.

Uppskrift: Gestgjafinn Mynd: Hakon Bjornsson Stílisti: Hanna Ingibjörg Arnarsdóttir Umsjón: Folda Guðlaugsdóttir