Vínklúbbur fyrir þau sem hafa áhuga á víni

Hráefni

1 flaska spænskt rauðvín
½ appelsína
½ sítróna
1 Epli, ferskja eða pera
bláber, hindber eða jarðaber
2-3 tsk brúnn sykur
1/3 bolli Cointreau
¼ bolli brandy (má sleppa)
2 Kanilstönglar
½ dós límonaði (fanta lemon)
klakar

Aðferð:

Setjið klaka í stóra könnu, setjið sykur i könnuna og hellið rauðvíninu og Cointreau líkjörinu og brandí og hrærið saman. Bætið við límonaði og svo þeim ávöxtum sem þið ætlið að nota ásamt kanil stönglunum.
Látið standa í kæli í 15 mínútur til þess að sangrían nái aðeins að taka sig og bragðir fá ávöxtunum kemur áður en þið berið fram.

Eitt sem mig langar að koma að er að þegar þið hafið lítill tíma eða eruð að mæta í matarboð þá mæli ég með Sangría Lolea sem er til í ríkinu. Þar er tilbúin sangría sem er með engum erfiefnum eða litarefnum og þá þarftu bara að setja klaka á ávexti. Hún er allstaðar til hér á Spáni og Spánverjar bjóða stoltir uppá hana á veitingastöðum líka.

Share Post